Ægir - 15.12.1964, Side 21
ÆGIR
407
Veírarverííðin 1964
Vertíðarskýrslan er óvenju seint á
ferðinni að þessu sinni. Stafar töfin af
hinum miklu önnum starfsfólks Fiskifé-
lagsins vegna útreikninga og greiðslu við-
bótar á fiskverð til sjómanna sbr. lög nr.
1/1964.
Síðan síldveiðar og þorskveiðar með nót
hófust á vertíðartímabilinu, hefur reynzt
æ meiri erfiðleikum bundið að fylgja reglu
þeirri, sem gilt hefur undanfarin ár, að
skipa, bátum á ákveðnar verstöðvar eftir
því hvar meirihluta afla þeirra var land-
að. Hér á eftir verður þeirri reglu fylgt,
að bátar, sem veiða með línu og netjum
eingöngu, eru taldir til þeirrar verstöðvar,
þar sem meirihluta afla þeirra er landað.
Hinsvegar verða skip, sem stunduðu síld-
veiðar og ýsu- eða þorskveiðar með nót
einhvern hluta vertíðarinnar, höfð í ein-
um flokki án tillits til löndunarhafnar.
Skiptir þá ekki máli þótt þau hafi einnig
veitt með öðrum veiðarfærum. Afla þeirra
er skipt eftir veiðarfærum í skýrslunni.
Af skiljanlegum ástæðum jafngildir sá
úthaldstími, sem hér er gefinn, ekki ávallt
lögskráningartíma bátanna. Þá er ofterf-
itt að ræða um róðrarfjölda, þar sem í
mörgum tilfellum er nánast um útilegu
að ræða hjá ýmsum bátum.
Neskaupstaður: Þaðan réru 5 bátar að
staðaldri. Allmargir bátar frá Neskaup-
stað eru skráðir í öðrum verstöðvum eða
í nótaskýrslunni. Aflahæsti báturinn var
Stefán Ben. með 380 lestir — skipstjóri
er fsak Valdimarsson.
Eskifjörður: Þaðan réru 4 bátar að
staðaldri, auk þeirra sem skráðir eru í
öðrum verstöðvum eða í nótaflokknum.
Aflahæsti báturinn var Vattarnes með
812 lestir — skipstjóri Árni Halldórsson.
Rey'ðarfjörSur: Þaðan stunduðu tveir
bátar veiðar, en annar (Gunnar SU) var
einnig með nót. Snæfugl — skipstjóri
Bóas Jónsson — aflaði 560 lestir. Skip-
stjóri á Gunnari er Jónas Jónsson.
FáskrúSsfjörSur: Þaðan réru 5 bátar
samkvæmt framangreindri skilgreiningu,
auk þess er Hoffell, sem lagði mest allan
afla á land á Fáskrúðsfirði, á nótaskránni,
og fjórir aðrir bátar taldir í öðrum ver-
stöðvum. Aflahæstur þessara fimm báta
var Ljósafell með 434 lestir — skipstjóri
Erlendur Jóhannesson. Skipstjóri á Hof-
felli er Friðrik Stefánsson.
Óskar Valdimarsson Helgi Bergvinsson Óskar Sigurðsson. Þorbjörn Finnbogason
Hornafirði. Vestmannaeyjum. Stokkseyri. Eyrarbakka.