Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1964, Side 53

Ægir - 15.12.1964, Side 53
ÆGIR 439 Tilraunir með síldardælu og síldarflutninga Eftir Harald Asgeirsson, verhfr. og Hjalta Einarsson, verkfr. I. Inngancrur. Breyttar síldargöngur hafa jafnanhaft mikil áhrif á atvinnulíf Islendinga. Þann- ig voru austfirzku sjávarþorpin í miklum uppgangi á fyrstu áratugum aldarinnar, en deyfð og athafnaleysi þjáði þau þann tíma, sem sumarsíldin veiddist fyrir Vest- ur- og Norðurlandi. Þegar síldin hefur nú aftur vanið komur sínar að Austfjörðum, hefur það gagnverkandi áhrif, þannig að austfirzku fiskibæirnir blómstra, en þeir norðlenzku og vestfirzku verða fyrir efna- hagslegum skakkaföllum. Saga verksmiðj- anna á Sólbakka, Hesteyri, Ingólfsfirði, Djúpavík, Skagaströnd og í sömu andrá má nefna Faxa og Hæring, hafa vissu- lega verið mikið umhugsunarefni öllum þorra landsmanna. Síðustu árin hafa síldargöngurnar stöð- ugt verið að færast austar. Þannig veidd- ist t.d. 1962 talsvert magn síldar vestan við Kolbeinsey, 1963 úti af Sléttu, en í sumar veiddist engin síld fyrir vestan Langanes og meðalfjarlægð veiðisvæðisins frá landi mun hafa verið ca. 80 málur. Ef þessar breytingar halda áfram, skap- ast vissulega alvarlegt ástand í þessum aðalatvinnuvegi okkar, nema breytt tækni komi til. Það er vissulega eftirtektarvert, að aukning síldaraflans síðustu árin hefur skeð vegna nýrrar tækni við síldveiðar, en þess verður þá að gæta, að ekki verði gengið of nærri síldveiðistofninum, en aukin veiðitækni skapar aukna hættu á ofveiði. 1. mynd. Lestun I ÞistllfirtSi 7. ág 1964.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.