Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1964, Side 54

Ægir - 15.12.1964, Side 54
440 ÆGIR II. SíldarverJcsmiðja í Bohmgavík og undirbúningur að síldarflutningum.. Á árinu 1963 reisti Einar Guðfinnsson h.f. síldarverksmiðju í Bolungavík. Strax þegar ákvörðunin um byggingu þessarar verksmiðju var tekin, var hafinn undir- búningur að bættum aðstæðum til þess að afla hráefnisins. Um vorið var gerð til- raun á m.s. Hafrúnu IS 400 með notkun á 10 þumlunga MYRAS fiskidælu og dælt síld úr nótinni upp í skipið. Hugmyndin var að sama dæla yrði notuð við löndun síldarinnar. Árangur var neikvæður, aðal- lega í eftirfarandi atriðum: 1. Tækin voru talin of bosmamikil fyrir veiðiskip (einkum barkarnir). 2. Vatnsflaumurinn var mjög mikill, og var áætlað að allt að fjórfalt rúmmál af vatni fylgdi síldinni, þótt herpt væri að nótinni, svipað og við háfun. 3. Síldin reyndist blóðhlaupin við löndun, og' því ekki hæf nema til bræðslu. 4. Afköstin geta varla keppt við hina miklu háfunartækni, sem flotinn býr yfir. Þegar síldveiðarnar brugðust vestan- lands haustið 1963 var farið að huga al- varlega að síldarflutningum að verksmiðj- unni um langar vegalengdir. fhugun á þessu knýjandi úrlausnarefni benti til þess að tankskip myndi, hafa vissa kosti til að bera sem síldarflutn- ingaskip, og vera að ýmsu leyti hentugra til síldarflutninga en hin venjulegu flutningaskip, sem fram til þessa hafa verið notuð til flutninganna. Helztu kostir tankskipsins sem síldar- flutningaskips virtust á þessu stigi máls- ins vera: 1. Það er hólfað niður. 2. f því er engin botn- og síðuklæðning. 3. Það er alltaf lágt í sjó, þar eð hægt er að hafa alla tanka fulla á öllum tím- um, með sjó ef ekki hleðslu. 4. Það er stöðugra en vöruflutningaskip, sbr. 3. 5. Hægt er með einfaldri hæðarmælingu að ákvarða rúmmálsfyllingu hvers tanks og mæla þannig keypta síld. Tankskip, útbúið með hentugum tækj- um, virtist því fyrirvaralítið geta far- ið í síldarflutninga, eða skipt yfir í olíuflutninga. Tankskip virtist einnig hafa meiri möguleika til að taka síld frá veiðiskip- um á hafi úti. III. Dæluval. Þegar farið var að huga að heppileg- um fiskidælum, kom fyrri reynsla að góð- um notum. Við löndun á bræðslusíld, sem farin er að eldast, er óæskilegt að nota mikinn sjó eða vatn við dælinguna, þar eð þá er vandkvæðum bundið að skilja sjóinn frá síldinni. Efnistöp, bæði mjöl og lýsi, verða þá veruleg, þar eð vinnsla á uppleystum (dissolved) og uppþyrluðum (suspended) efnum með miðflóttaafli (skilvindum) og eimingu verður of kostn- aðarsöm. Fyrstu hugmyndir okkar að útbúnaði fyrir slíkt flutningaskip byggðust á að- ferð, sem hollenzkt fyrirtæki, Kubbe N.V. í Amsterdam hafði auglýst. Tæki þessi dæla síld án þess að nota vatn, en öflugur loftstraumur ber fiskinn upp í aðgrein- ingarsíló um létta barka. Loftflæðið gegn um barkana er örara en fiskiflæðið, og er talið, að það valdi því að fiskurinn, sem leggst í straumstefnuna fljóti á loftinu, án þess að snerta barkana. í börkunum er fiskurinn í óverulegum undirþrýstingi. Aðferðin er orkufrek og sílóinn tekur mikið rúm, þannig að það virtist ætla að verða vandkvæðum bundið að koma hon- um hagkvæmlega fyrir á þilfari.Auk þess er tiltölulega lítil reynsla fyrir aðferðinni og trúlega nokkur vandi að stjórna réttri hæð á sogstútnum, ef hreyfing er á skip- unum. Fyrir valinu varð svokölluð „Kimmer- ley Vacu-Lift“ aðferð. Tækin byggja á lofttæmingu, þ.e, lofttæmidæla sogar loft úr sogbörkum, þannig að það skapast í þeim undirþrýstingur, og síld og loft leit-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.