Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1964, Page 58

Ægir - 15.12.1964, Page 58
444 ÆGIR Þessi upphæð samsvarar 22% af verði síldarinnar, og virðist ekki vera óvið- ráðanlegt að greiða það verð beint af afla- magninu. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði hafaflutn- ingaskip kosti til að bera fram yfirnýjar verksmiðjur. I fyrsta lagi má spara stór- fé í fjárfestingu í nýjum verksmiðjum, sem e.t.v. verða fjarri veiðisvæðum, en þess í stað verður hægt að nýta þær verk- smiðjur, sem fyrir eru í landinu. Jafnvel sólarhrings lengri sigling í ferð, vegna fjarlægðar verksmiðju, eykur ekki kostn- aðinn meira en 3—6 kr. pr. mál. I öðru lagi getur aðferðin haft mikilvæg áhrif í þeim byggðarlögum, sem liggja alllangt frá veiðisvæðunum, og ekkert mun vera víst um það, hvar síldin muni halda sig í framtíðinni. í þriðja lagi mun hún auka það aflamagn, sem að landi berst. Fjár- festing í slíkum flutningatækjum er því hagkvæmari nú, en fjárfesting í nýjum verksmiðjum. VIII. Hagnýting síldarinnar og fram- tíöarhorfur. Tilraunirnar s.l. sumar snerust ein- göngu um flutninga á bræðslusíld. Verður að telja, að þrátt fyrir mikinn tilkostnað og tafir, hafi árangurinn verið mjög já- kvæður, og víst má telja, að hann komi síldveiðum og síldariðnaði að miklum not- um í framtíðinni. Reynslan í sumar gefur hinsvegar vís- bendingu um verulega breytta niðursetn- ingu á tækjum og bætt fyrirkomulag við aðferðina, enda vart hægt að gera ráð fyrir hagkvæmustu tilhögun við frumtil- raun. Möguleikarnir á því að flytja síld með þessari aðferð til frystihúsa og söltunar- stöðva, voru ekki prófaðir að þessu sinni, vegna þess, hve síðbúin tilraunin varð, kostnaðarsöm og' tímabundin. — Þessir möguleikar eru þó vissulega fyrir hendi, en ef beita á þeim í stórum stíl, er nauð- synlegt að gera fyrst verulegar undirbún- ingstilraunir. I 4. hefti tímarits Verkfræðingafélags íslands 1957, skrifuðum við undirritaðir grein, sem við nefndum: „íhuganir um ísun og gildi einangrunar í togaralest- um.“ I greinina söfnuðum við verulegum fróðleik um þessi mál. Meðal annars 3. niyiul. Skipin voru vel varin.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.