Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1964, Page 59

Ægir - 15.12.1964, Page 59
ÆGIR 445 skrifuðum við þetta um geymslu fisks í kældum sjó eða saltvatni: „Á Kyrrahafsströnd Kanada og Banda- ríkjanna er nú farið að setja tanka í lest- ar fiskiskipa. Tankar þessir eru fylltir af sjó eða saltvatni, sem síðan er kælt niður undir frostmark fisksins (nál. ý- 2°C), og fiskinum varpað niður í sjóinn til geymslu. Reynslan, sem komin er á þessa geymslutækni er ekki mikil, en geymslu- þolið virðist vera meira en í ís. Stafar það af því, að kælingin verður meiri og jafn- ari, og fiskurinn merst ekki af ís, eða pressast af fiski, sem liggur ofan á hon- um. — Samkvæmt lauslegum heimildum virðist svo sem margir útgerðarmenn á ofannefndum slóðum séu að láta útbúa skip sín með tönkum og kælivélum. Það gefur auga leið, að unnt verður, með slíku fyrirkomulagi í veiðiskipum, að beita margvíslegri tækni við löndun og aðra meðhöndlun á fiskinum, tækni, sem myndi spara tafir og margvíslega vinnu. Einkum virðist þó ástæða til að rannsaka þetta atriði til hlítar, ef hliðsjón er höfð af þeim margvíslegu kostum, sem slík innrétting í skipum hefði við síldveiðar.“ Síðan þetta birtist 1957, hefir aðferð þessi náð talsverðri útbreiðslu við lax- og lúðuveiðar um norðvesturströnd Banda- ríkjanna og Kanada, aðallega í Alaska og British Columbia, og áhugi fiskveiðiþjóða við Atlantshafið virðist vera að vakna. Tilraun með sjókælingu á þorski var gerð í frystihúsi í Vestmannaeyjum 1956. Fyrir henni stóð rannsóknastofa Fiski- félags íslands. Árangur var jákvæður og benti til þess, að kældur sjór hefði kosti til að bera fram yfir ísun til geymslu á þorski til frystingar. Umsjón hafði ann- ar höfundur þessarar skýrslu. Hér á landi hefir aðferðin verið notuð í smáum stíl við humar, ýmist um borð í bátum, og er þá ís og sjór látinn í tunnur með humarnum, eða þá í frystihúsum í landi. Okkur er ekki kunnugt um, að reynt hafi verið að geyma síld í kældum sjó hérlendis, en tilraunir hafa verið gerðar 4. mynd. Síldin rann upp 8” barka.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.