Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.12.1964, Qupperneq 63

Ægir - 15.12.1964, Qupperneq 63
ÆGIR 449 Talið er, að hagkvæmara og ódýrara sé að nota raftækin við geislun matvæla, nema um mjög þykk matvæli sé að ræða (t.d. fisk í kössum). Magn geislunar er mælt í einingum, sem nefndar eru „rad“ (orkueining, sem samsvarar 100 ergum orku, er 1 g. af efninu tekur til sín). Til að framkvæma algjöra gerilsneyðingu og eyðingu ger- hvata (sjálfmeltingarvökva o.fl.), þarf geislunin að nema nokkrum milljónum rada. Eyðing gerhvatanna þarfnast held- ur meiri geislunar. Matvæli, pökkuð í loft- þéttar umbúðir (stundum lofttæmdar, til að forðast þráa í feitmeti), sem sett eru undir nokkurra milljóna rad-geislun, má geyma í langan tíma við stofuhita, líkt og niðursoðin matvæli. Hafa þau misst lítið af næringargildi sínu og virðast alveg hættulaus til neyzlu. Á þessu atriði hafa farið fram miklar rannsóknir. Aftur á móti hafa komið í ljós aðrir gallar við svona mikla geislun matvæla, þ.e. ýmsar efnabreytingar hafa átt sér stað í matnum og orsakað einhverjar breytingar á bragði og lit þeirra miðað við ferskt ástand. Vegna þessarar síðast nefndu ástæðu virðist vera nokkuð langt í land með það, að geislun verði almennt tekin upp við gerilsneyðingu nýrra mat- væla. Þó eru nokkrar undantekningar frá þessu. Gerilsneyðing svínakjöts (bacon) á þennan hátt er t.d. leyfð í Bandaríkjun- um, og ennfremur mun minni geislun, t.d. á kartöflum (ca. 5—10.000 rad) til að forðast spírun og eins á kornmeti til eyð- ingar skordýi’um. Eftir að þessir gallar komu í ljós við gerilsneyðingu nýrra matvæla með mik- illi geislun, hafa verið rannsakaðar leiðir til að geisla matvæli með mun minna geislamagni, sem eyðir flestum rotnunar- gerlum, er í þeim eru, og auka þar með geymsluþolið. Með slíkri geislun eyðist lítið af gerhvötunum í matnum, og hent- ar því þessi aðferð ekki þar, sem gerhvat- ar ráða miklu um byrjunarskemmdir matvæla, eins og t.d. í átumikilli síld. Aftur á móti er unnt að auka til muna geymsluþol á vel slægðum stórfiski eða vel þvegnum flökum (af þorski, ýsu, síld o. s. frv.), vel ísuðum í kössum, ef þau hafa fengið smágeislun fyrst. Nýlegar rannsóknir í Halifax hafa t.d. sýnt, að ýsuflök og skelflettar rækjur, geymdar vel ísvarðar, má geyma helmingi lengur, ef þau hafa áður fengið aðeins 75.000 rada geislun. Þetta er um 50 falt minni geislun en þarf til fullkominnar gerilsneyðingar. Svo lítil geislun breytir í engu bragði eða lit fisksins. Helmingi meiri geislun ætti að geta aukið geymslu- þolið enn meir. Hér á landi ætti geislun af þessu magni að geta haft hagnýtt gildi fyrir fiskiðn- aðinn. í fyrsta lagi má geisla þann fisk, sem er útfluttur ísvarinn. I öðru lagi væri unnt í stærri frystihúsum með afkasta- miklar flökunarvélar að flaka strax allan fisk, sem berst, geisla flökin (ca. 200.000 rad) og geyma vel ísuð í kössum, þar til unnt er að pakka þeim og frysta þau. væri þannig unnt að mynda allfullkomna hráefnisgeymslu í húsunum, og þar með jafna mjög vinnuálagið. í þriðja lagi væri vel athugandi, hvort ekki mætti bæta geymsluþol á skreið og verkuðum salt- fiski með slíkri geislun, en hún myndi eyða öllu skordýralífi og öllum myglu- sveppum í skreiðinni (sem yrði þá tekin snemma inn í húsin), á sama hátt myndi geislunin líka eyða sveppagróðri í verkuð- um saltfiski, en sá gróður er orsök hins svokallaða „svarta maurs,“ sem kemur fram í fiskinum við slæm geymsluskilyrði. 100.000—200.000 rada geislun þyrfti fyrir skreið og verkaðan saltfisk. Og til að full- nýta tækin, væri sjálfsagt að geisla í þeim kartöflur á haustin (5.000—10.000 rada geislun), svo þær geymist lengur fram á vorið, án þess að spíra. Geislunarútbúnaði af þessu tagi yrði fyrirkomið í frystihúsunum í einangruðu herbergi með þykkum steinveggjum. — Glugga úr þykku og sérstöku gleri má Framhald ú bls. U57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.