Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 17

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 17
ÆGIR 11 skreið. ítalir fóru inn á þá braut að flytja inn Afríkuskreið frá Islandi. Skreið sú, sem aðallega er seld til Italíu er svo kölluð Afríkuskreið í stærðinni 50/70. Þar sem Afríkumarkaðurinn sýnist ganga heldur saman, þá ber okkur að leggja höfuðáherzlu á að viðhalda og auka sölur til Italíu og í því sambandi skal hér lögð áherzla á, að það er skylda okkar að taka tillit til óska kaupenda og neytenda þar í landi. Það er sjálfsagt mál. Þannig getum við Islendingar náð sterkari aðstöðu á ítalíu með allverulegt magn af skreið á hverju ári. Neyzlan á ítalíu er nálægt 8.000 tonnum á hverju ári og hefur verið svo um all langan tíma. Island flytur inn til Italíu 3/5 af þessu magni og hefur gert nú í tvö ár. Markaðurinn í Nigeríu hefur verið afar erfiður og þá sérstaklega nú í nóvember og desember síðastliðinn. Innflutningur til Nigeríu, bæði frá Noregi og Islandi, hefur greinilega minnkað. Hvort sú þróun helzt áfram er ómögulegt að spá um, en Nigeríumenn hafa aukið eigin fiskveiðar. Nigeríumenn hafa sett á stofn í Port Harcourt og Lagos kæligeymslu fyrir ís- varinn fisk, sem landað hefur verið úr er- lendum togurum. Markaðshorfur 196%: Þess er að vænta að verðlag á skreið haldist óbreytt, þó er erfitt að spá nokkru þar um. Verðlagssveiflur eru ávallt nokkr- ar í Nigeríu. Hægt er þó að draga úr þeim að vissu marki með því að sjá svo um, að dreifing þangað verði sem jöfnust. Vöruvönclun: Eins og ávallt fyrr í þessum greinum mínum vil ég hvetja framleiðendur til vöruvöndunar. Aó kaupa þaó bezta = SPARNAÐUR! Margföld reynzla hefur sannað endingar- gæði RUST-OLEUM, sem á sér enga hlið- stæðu. 40 ára leiðandi notkun í Bandaríkj- unura sanna gæðin. RUST-OLEUM inniheldur sérstakar efna- blöndur úr fiskiolíum og smýgur í gegnum ryðið alla leið að hinum óskemmda málmi. RUST-OLEUM sparar bæði vinnu og efnis kostnað með hinu mikla endingarþoli sinu. rwtii RU$r-0l£UIAl RUST-OLEUM Sérstætt eirvs og yðar cigið fingrafar. E.TH.MATHIESENh.f. LAUGAVEG 178 ¦ SÍMI 36570

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.