Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 18

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 18
12 ÆGIR Minningarorö: Ólafnr Thors fyrrverandi forsœtisráðherra Hinn 31. des. sl. lézt í Reykjavík Ólafur Thors, fyrrv. forsætisráðherra, nær 73 ára að aldri. Starfsvettvangur Ólafs var einkum á tveim sviðum, á sviði sjávarútvegs og stjórnmála. Ungur að árum, nýkominn úr skóla, gerðist hann einn af framkvæmdastjórum eins hins umsvifamesta togaraútgerðar- félags landsins, h.f., Kveldúlfs, og átti þannig veigamikinn þátt í þeirri stórfelldu uppbyggingu sjávarútvegsins, sem átti sér stað á öðrum og þriðja tug aldarinnar. Er Ólafur tók sæti á Alþingi árið 1925, og æ meir upp frá því, helgaði hann starfs- krafta sína stjórnmálabaráttunni. En þá kom honum að góðu haldi hin mikla þekk- ing, sem hann hafði á málefnum sjávar- útvegsins, enda skipti það miklu fyrir hagsmuni þessa atvinnuvegs að eiga þar svo traustan málsvara, svo mjög, sem at- hafnir stjórnarvalda hafa áhrif á allan gang mála, einnig hjá atvinnuvegum þjóð- arinnar. Enda þótt stjórnmálastarfsemin sé í eðli sínu alhliða og taki til flestra sviða mannlegs lífs þá er það svo, að þeir sem þar starfa beina athygli sinni meira að einu sviði en öðru. Ólafi Thors voru sjávarútvegsmálin alla tíð mjög hugleikin, sem kom m.a. fram í því, að í 5 ráðuneytum af 8, sem hann átti sæti í, fór hann með sjávarútvegsmál. Eitt mál, sem var örlagaríkara fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla, var þó al- veg sérstakt áhugamál hans, en það var landhelgismálið. Á stjórnarárum sínum, 1944 -1947, lét hann hefja rækilegan undirbúning að því máli, sem síðar átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir allan framgang þess. Það var í ráðherratíð hans, árið 1952, sem fyrsta stórátakið var gert í landhelgis- málinu þegar dregnar voru beinar grunn- línur umhverfisalltlandiðogfiskveiðiland- helgin ákveðin 4 sjómílur. Það féll í hans hlut sem forsætisráðherra að eiga veiga- mikinn þátt í að leysa, á farsælan hátt, deiluna við Breta, um útfærslu fiskveiði- landhelginnar 1958. Sjávarútvegurinn og þjóðin öll standa í mikilli þakkarskuld við Ólaf Thors fyrir það mikla starf, sem hann vann til ef lingar þeim atvinnuvegi. Fyrir hönd Fiskifélags Islands skulu honum hér einnig færðar þakkir fyrir þann góða skilning, sem hann ávallt sýndi starfsemi þess. Ég átti þess kost um meira en tvo ára- tugi að hafa náið samstarf við Ólaf um májefni sjávarútvegsins og mun ávallt minnast þess með þakklæti í huga. Eftirlifandi konu hans frú Ingibjörgu, börnum þeirra og öðrum vandamönnum eru hér sendar samúðarkveðjur. Davíð Ólafsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.