Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Síða 10

Ægir - 01.10.1965, Síða 10
276 ÆGIR hvað snertir hafís og heil tímabil vanti alveg, en að þeir verði ýtarlegri, þegar nær dregur okkar tímum, og sé nítjánda öldin sú fyrsta, sem fullkomnar heimildir séu til um frá ári til árs. Það er bert að mörg stig eru á því, hvernig ísinn leggst að landinu, og hefur hvert þeirra ákveðin einkenni og afleið- ingar. Fyrsta stigið er það, sem við vorum vitni að síðastliðinn vetur, og síðasta stig- ið er það, þegar landið er umkringt og inni- lokað. Ótrúlega og ískyggilega oft er þess get- ið að ís umkringi landið, og allt bendir til að svo hafi verið oftar en tekið er fram. Þegar síðasta stig gengur í garð, og raunar löngu fyrr, hefur algjört heim- skautaloftslag setzt að í landinu. í raun og veru heldur heimskautalofts- lag innreið sína, þegar hafísinn leggst að Norðurlandinu eða, nánar tiltekið, þegar framannefnd gildra smellur, því að þá er landið komið, í bókstaflegum skilningi, í beint samband við Norðuríshafið. Af lýsingum fyrri alda má ráða, að sam- fara gífurlegum þrýstingi á ísnum utan frá, þá frjósi hann af heljarkulda í eina samfellda hellu, svo til á þeirri stundu, sem hann hefur náð fullri snertingu við strandlengjuna og verður hvorki vök né hola í. Þá tortímast öll hafdýr, sem anda með lungum og innan íssins hafa verið. Selir, hvalir og sjófuglar hafa þá kramizt, þeim hefur verið þrýst á land, eða þá að þeir hafa orðið undir ísnum eða ofan á honum, með engu sambandi á milli. Islendingar hafa aldrei séð hafísinn fyrr en hann kemur yfir sjóndeildarhringinn, og svo virðist sem flestir álíti þar vera upphaf hans og endi, því þar hverfur hann aftur. Því er ekki svo varið, heldur er rek- ísinn kominn miklu lengra að. Sá hafís, sem kemur og hverfur yfir sjóndeildarhringinn við Island, hefur að mestu leyti ferðast yfir Norðuríshafið þvert og suður með austurströnd Græn- lands. Sú ferð byrjar úti af norðaustur- strönd Síberíu, og er kjarni einstakra jaka oft ennþá lengra að kominn, jafnvel langt innan úr meginlandi Asíu. Þessi straumrás hefur verið staðfest hvað eftir annað, með margvíslegum rann- sóknum og athugunum, og hefur fengizt góð hugmynd um straumhraðann, þótt liann sé misjafn. Frægastir þeirra leiðangra, sem þar koma við sögu, eru Jeannette-leiðangurinn 1879—1881, Fram-leiðangurinn 1898—- 1896, leiðangur Papaninis 1937—1938 og Georgi Sedov-leiðangurinn 1937—1940. —- Eftir síðustu heimsstyi’jöld hafa stöðugar rannsóknir verið framkvæmdar á Norður- íshafinu af Bandaríkjunum, Kanada og Rússlandi, ásamt einstökum leiðangrum frá öðrum ríkjum. Upphaf þess að athygli manna beindist að þessum straumi sérstaklega, var það að 1881 fórst ameríska leiðangursskipið Je- annette í hafísnum nálægt Nýsíberíueyj- um. Foringi Jeannette-leiðangursins var George W. De Long, sjóliðsforingi í flota Bandaríkjanna. Jeannette fór frá San Francisco 8. júlí 1879, á leið í Norðuríshafið til rannsókna. Skipið fór gegnum Beringssund og 6. sept- ember sama ár festist það í ísnum nálægt Wrangeleyju og losnaði ekki aftur. Nærri því tvö ár rak skipið með ísnum hægt í norðvestur, þar til 13. júní 1881 að það brotnaði og sökk í nánd við Nýsíberíu- eyjar, sem fyrr segir. Leiðangursmennirn- ir lögðu af stað til lands yfir ísinn, en af 33 mönnum komust 10 til byggða, og De Long sjálfur dó úr hungri og harðrétti eftir að hafa náð landi á Síberíuströnd. Þrem árum eftir að atburðir þessir gerðust rak ýmsa muni á Suður-Græn- landi, sem sannaðist að voru frá Jeann- ette. Út frá því dró Friðþjófur Nansen þá ályktun, að hafstraumur lægi þvert yfh’ Norðuríshafíð og mætti ef til vill ná sjálfu heimskautinu á skipi, sem væri lát-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.