Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 7

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 7
Æ GIR 357 Rækjuveiðarnar. 16 bátar stunduðu rækjuveiðar í Isa- fjarðardjúpi, og varð heildarafli þeirra í mánuðinum 212 lestir. Er heildaraflinn frá vertíðarbyrjun þá orðinn 436 lestir, en leyfi hefir verið veitt til að veiða 500 lestir á vertíðinni. Aflahæstu bátarnir í nóvem- ber voru: Örn 15,8 lestir, Morgunstjarnan 15,5 lestir, Dynjandi 14,2 lestir og Far- sæll 13,9 lestir. Rækjubátarnir hættu allir veiðum um mánaðamótin, og munu ekki hefja veiðar á ný, fyrr en á næsta ári. 5 bátar stunduðu rækjuveiðar í Arnar- firði, og varð heildarafli þeirra í mánuð- inum 29 lestir. Aflahæstur var Jörundur Bjarnason með 6,5 lestir. Einn bátur frá Hólmavík, Guðmundur frá Bæ, hóf rækjuveiðar í Steingrímsfirði í mánuðinum, og var hann búinn að fá 3,7 lestir í 11 róðrum um mánaðamótin. NORÐLENDINGAFJÓRÐUNGUR í nóvember. Skagaströnd: Sjö dekkbátar réru með línu og öfluðu 160 lestir, mest af þorski og ýsu. Stirðar gæftir. Sau'öárkrókur: Lítið róið. Þrír dekkbát- ar lögðu net, en öfluðu lítið. Ógæftir og fiskileysi. Hofsós. Ekkert róið í mánuðinum. Siglufjöröur: Þrír dekkbátar réru með línu og öfluðu 208 tonn ósl. í 45 sjóferð- um, mest þorskur og ýsa. Ógæftir. Ólafsfjöröur: Fimm dekkbátar og 18 opnir bátar réru með línu og færi, og einn með net. Alls öfluðust 269 lestir ósl., mest þorskur og ýsa. M.b. Guðbjörg var hæst, aflaði 106.5 lestir í 19 sjóferðum. Dalvík: Tveir bátar fóru 4 róðra í mán- uðinum, en öfluðu lítið. Ógæftir. Hrísey: Bátar héðan fóru 91 sjóferð með línu og færi og öfluðu 62 lestir, mest þorskur og ýsa. M.b. Auðunn aflaði 26.5 lestir í 9 sjóferðum. Árskógsströnd: 1 bátur lagði net, en afl- aði lítið; trillur fóru nokkra róðra og öfl- uðu lítið. Ógæftir. Hauganes: Niels Jónsson og Sævaldur lögðu ýsunet, en afli var tregur. Akureyri: Einn af togurum UA landaði hér 54 lestum., mest af þorski og ýsu. Grímsey: Bátar héðan fóru nokkra L’óðra fyrrihluta mánaðarins og öfluðu 29 lestir, slægt og hausað. Flatey: Einn dekkbátur fór nokkra róðra með færi og aflaði 5 lestir, sl. og hausað. Húsavík: Sjö dekkbátar réru héðan með línu og öfluðu 314 lestir af þorski og ýsu. Ógæftir. Raufarhöfn: Tveir dekkbátar fóru nokkra róðra með línu, en öfluðu lítið. Þórshöfn: 5 dekkbátar réru héðan með línu og öfluðu í 26 sjóferðum 51 lest sl.m.h. af þorski og ýsu, að þremur fjórðu. AUSTFIRÐIN GAF J ÓRÐUN GUR í nóvember Ekkert var gert út í mánuðinum nema á Hornafirði og á síldveiðar. Framan af mánuðinum var allgóður afli, en stopulli seinni hlutann. Alls mun hafa verið saltað í fjórðungnum í eitthvað um 315,000 tunn- ur af síld og nálægt 32,800 tunnur hafa verið frystar. I síldarverksmiðjurnar munu hafa komið eitthvað nálægt 2,400,000 mál af síld. Hornafjöröur: Útgerð þaðan í mánuðin- um var „Gissur hvíti“ og „Sigurfari.“ Voru þeir á línuveiðum og ísuðu aflann og sigldu tvo túra hvor með 24 til 26 tonn í hverri ferð. „Jón Eiríksson“ var hættur veiðum, en sigldi eina ferð til Þýzkalands með ísaða síld. „Hvanney“ réri með línu og lagði aflann upp heima. „Akur- ey“ hefir verið á síldveiðum. Nokkrir hand- færabátar úr Faxaflóa voru þar um tíma og lögðu aflann á land. Afli lagður á land í mánuðinum var 343 tonn, þar af voru 211 tonn stór ufsi. Djúpivogur: Þaðan var ekki önnur út- gerð en „Sunnutindur" á síldveiðum. Síld- arverksmiðjan var búin að taka á móti um 78,000 málum af síld, alls 500 tunnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.