Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 25

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 25
375 ( ÆGIR og tíminn að skera úr hvort hagkvæmt sé að hafa einn eða tvo vélstjóra, en tveir ættu að vera yfirdrifið. Skipstjórinn, sem hafði reynt svipað fyrirkomulag á vélstýringu áður, taldi það afar þægilegt og auðvelt í meðferð. Slíkt kerfi sem þetta er að sjálfsögðu ekki bundið við þessa gerð skipa en koma mætti því við á hverskonar skipum. Hlut- verk vélstjórans, um borð er að fylgjast með vélunum, að allt gangi með eðlilegum hætti og lagfæra það, sem aflaga kann að fara, ef unnt er. Vélstjórinn gengur ekki á vaktir. Sú þróun, sem átt hefir sér stað í tog- arabyggingum undanfarin ár bendir ótví- rætt í þá átt, að skuttogarafyrirkomulagið hafi orðið ofan á. Enda þótt ýmislegt hafi verið með þeim hætti á þessu tilraunaskipi, að bæta mætti um, og eigendur drógu held- ur ekki dul á það, þá hefir það ekki áhrif á það, að sjálft grundvallarfyrirkomulagið hefir marga kosti umfram hið eldra fyrir- komulag síðutogara. Kemur þar ýmislegt til og skal hér minnzt á nokkur atriði. Mikill munur er á því öryggi, sem þeir njóta, sem vinna á þilfari bæði við alla meðferð vörpunnar og einnig við vinnu við aflann og viðgerð á veiðarfærum, en hvorttveggja hið síðarnefnda fer fram undir þilfari. Auðveldara er að koma við ýmiskonar hagræðingu í vinnufyrirkomu- Íagi á þilfari, sem auk þess gefur aukið öryggi. Allt þetta gæti leitt til þess, að möguleikar sköpuðust til þess að færri hendur þyrfti til að vinna verkin, með auknum afköstum, en það er að sjálfsögðu veigamikið atriði. Þá má telja, að slit á skipsskrokknum af togvírunum sé til muna minna, þar sem átak víranna kemur ekki á hlið skipsins heldur beint aftur af því. Minna slit leiðir til minna viðhalds á skipsskrokknum. Þá er það margreynt, að minni tími fer í meðhöndlun veiðarfæranna, sem leiðir til þess, að hægt er að lengja þann tíma, sem varpan er í botni og auka þannig veiðimöguleikana. Síðasta dag ferðarinnar var farið til Selby og heimsótt Cochrane skipasmíða- stöðin, sem smíðað hefir þessi skip og hefir raunar fengizt mikið við togarasmíðar. Þar voru mönnum m. a. sýndar teikningar af fleiri gerðum og stærðum skuttogara. Einn var þar 168 feta langur og 34 feta breiður, frambyggður, með togvindum aft- an við brúna. Má telja, að þessi stærð og gerð mundi henta betur fyrir aðstæður hér ef gert er ráð fyrir því að sækja þurfi á fjarlægari mið eða dýpri mið, en hinsveg- ar má ætla, að skip af stærð „Ross For- tune“ mundi geta hentað hér við land ef rýmkaðar verða heimildir til togveiða frá því sem nú er. Um byggingarkostnað þessara skipa er það að segja, að Ross Fortune var sagt að kostað hefði tæp £ 200 þús. en hið stærra skip, sem að ofan getur um £ 296 þús. Einn eftirmiðdag var farið til borgar- innar Lincoln, sem er um 60 km. inni í landi. Þar voru heimsóttar verksmiðjur Ruston og Hornsby, sem er eitt af stærstu vélaframleiðslufyrirtækjum Bretlands. Einna fróðlegast þótti mönnum að skoða þar mikla tilraunastöð, sem komið hefir verið upp í því skyni að endurbæta vélarn- ar. Meginathygli á því sviði beinist nú að því, að auka það afla, sem ná má út úr vélunum miðað við fyrirferð þeirra og eldsneytiseyðslu. Hefir orðið mikii fram- för á þessu sviði á síðustu árum og hefir það að sjálfsögðu ekki sízt mikla þýðingu fyrir fiskiskipin, þar sem það leiðir til aukins notagildis á rými skipsins. Svo sem sjá má af því, sem hér hefir sagt verið, var margt fróðlegt að sjá og heyra í þessari kynnisferð og voru allir þátttakendurnir á einu máli um það. Átti hin ágæta fyrirgreiðsla og gestrisni full- trúa Ross samsteypunnar og þá fyrst og fremst Mr. John Ross sinn mikla þátt í því hversu vel þessi ferð tókst. Þá áttum við hauk í horni þar sem var fiskiráðu- nautur íslenzka sendiráðsins, Mr. Wood- coGk, en hann hefir aðsetur í Grimsby. Framh. á bls. 377.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.