Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 35
ÆGIR
385
f
verulegum hluta þess byggja
upp höfuðstól Fiskveiðasjóðs. . .
&
.... I júlímánuði 1905 hóf
tímaritið Ægir göngu sína. Rit-
stjóri þess var Matthías Þórðar-
son frá Móum. Hann skrifaði
áramótahugleiðingar í blað sitt
og segir þar meðal annars:
„Árið 1905, sem nú er liðið,
má að mörgu leyti teljast eitt
af markverðustu árum, sem
komið hafa síðan land byggð-
ist.“
Og eftir að hafa rætt um rit-
símasambandið við útlönd og
mikilvægi þess, heldur Matthías
áfram:
„Fiskveiðasjóðurinn hefur verið
stofnaður, eitt hið þarfasta fyrirtæki,
sem á komandi tímum mun veita at-
orkusömum og duglegum mönnum styrk
og uppörvun til að færa sér fiskveið-
arnar sem bezt í nyt og gera sér þær
arðsamlegar."
Á betri og fegurri vonir og árnaðar-
óskir í byrjun vegferðar verður naumast
kosið. En hafa þær ræzt?
Ég leiði hjá mér að svara þeirri spurn-
ingu, en óska hinsvegar og vona að auðna
leyfi að þær rætist æ betur í framtíðinni."
Eignir sjóðsins eru, samkvæmt yfirliti,
sem gefið var, um kr. 1.158.478 þús. og
eru þar af útlán með veði í skipum lang-
stærsti hlutinn eða rúmlega einn milljarð
kr.
Þá fylgir hér á eftir yfirlit yfir lánveit-
ingar úr sjóðnum eins og þær skiptast á
kaupstaði og sýslur á árabilinu 1931-1965.
Millj. kr.
Reykjavík....................... 174,49
Akranes.......................... 63,94
ísafjörður....................... 39,79
Sauðárkrókur ..................... 6,78
Siglufjörður..................... 34,90
Ólafsfjörður..................... 20,78
Akureyri.......................... 27,71
Húsavík........................... 33,29
Seyðisfjörður..................... 25,84
Neskaupstaður..................... 50,44
Vestmannaeyjar................... 131,83
Keflavík.......................... 91,53
Hafnarfjörður.................... 106,44
Kópavogur.......................... 3,57
Gullbringusýsla.................. 186,86
Mýra- og Borgarfj.sýsla............ 1,32
Snæfellsnessýsla.................. 96,39
Dalasýsla.......................... 0,08
Barðastrandarsýsla................ 33,60
V.-ísafjarðarsýsla................ 45,23
N.-ísafjarðarsýsla................ 52,61
Strandasýsla....................... 3,69
Húnavatnssýsla.................... 11,71
Skagaf j arðarsýsla................ 6,01
Eyjafjarðarsýsla.................. 46,71
S .-Þingey j ar sýsla............. 15,16
N.-Þingeyjarsýsla.................. 5,45
N.-Múlasýsla....................... 2,27
S.-Múlasýsla...................... 91,00
Skaftafellssýsla.................. 20,48
Árnessýsla........................ 10,22
1440,12
Framhald á bls. 387
y.s. Jón GarSar, GK 475, stálskip, 317 rúml., smíðað 1965.
Eigandi Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum, Garði. Þetta
var nýjasta skipið, sem Fiskveiðasjóður veitti lán út á
fyrir sextugsafmxli sjóðsins.