Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1965, Síða 17

Ægir - 15.12.1965, Síða 17
ÆGIR 367 Mjög óhagstætt veður kom í veg fyrir að þessa áætlun væri unnt að halda, en með ágætri fyrirgreiðslu Mr. John Ross reynd- ist þó unnt að framkvæma öll atriði henn- ar, þó í annarri tímaröð væri. Á mánudaginn reyndist veður ófært til reynsluferðarinnar og var því sá dagur notaður til að skoða skipið, þar sem það lá í höfninni, ræða við sérfræðinga fyrirtæk- isins og skoða fiskvinnslustöðvar. Var þá skoðuð m. a. fiskstangaverk- smiðja, mjög afkastamikil, sem framleið- ir fyrir brezka markaðinn, svo og frysti- hús, þar sem m. a. var verið að vinna fisk, sem heilfrystur hafði verið um borð í togurum og síðan þýddur upp í mikilli vélasamstæðu, sem staðsett var í frysti- húsinu til hliðar við flökunarsalinn. Fer þýðingin fram með heitu lofti og köldu vatni og er fiskurinn 4 klst. að fara í gegnum samstæðuna, en afköst hennar eru 1 lest á klst. Fiskurinn, sem þarna var verið að þýða og síðan flaka og frysta aft- ur, sýndist fallegur og voru menn á einu máli um, að hann væri hið ágætasta hrá- efni til vinnslu. í umræðunum við þá Rossmenn kom það m. a. fram, að þetta nýja skip, sem skoða átti, er liður í tilraunabyggingum togara af minni gerð, þar sem m. a. er verið að þreifa sig áfram með hvernig unnt sé að spara mannafla um borð með sjálfvirkni og f jarstýringu véla og vindna. Töldu þeir sig hafa náð talsverðum árangri en ýmis- legt væri enn óleyst og gerðu ráð fyrir, að enn mundi taka nokkurn tíma þar til við- unandi árangur næðist. Skipið er 129 feta langt og 30 feta breitt. Er það tveggja þilfara, skuttogari, þar sem á efra þilfarinu er togvindan og allt ann- að í sambandi við vörpuna, en togvindan er staðsett framundir hvalbak en gangur er undir brúna, þar sem varpan er dregin fram eftir þilfarinu. Á efra þilfari eru einnig, til hliðar, yfir- byggðir gangar, þar sem aðgerð aflans og þvottur fer fram og flytur færiband afl- ann fram eftir, en lúga er niður í lestina, Skipstjórinn í stjórn- klefa.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.