Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 17

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 17
ÆGIR 367 Mjög óhagstætt veður kom í veg fyrir að þessa áætlun væri unnt að halda, en með ágætri fyrirgreiðslu Mr. John Ross reynd- ist þó unnt að framkvæma öll atriði henn- ar, þó í annarri tímaröð væri. Á mánudaginn reyndist veður ófært til reynsluferðarinnar og var því sá dagur notaður til að skoða skipið, þar sem það lá í höfninni, ræða við sérfræðinga fyrirtæk- isins og skoða fiskvinnslustöðvar. Var þá skoðuð m. a. fiskstangaverk- smiðja, mjög afkastamikil, sem framleið- ir fyrir brezka markaðinn, svo og frysti- hús, þar sem m. a. var verið að vinna fisk, sem heilfrystur hafði verið um borð í togurum og síðan þýddur upp í mikilli vélasamstæðu, sem staðsett var í frysti- húsinu til hliðar við flökunarsalinn. Fer þýðingin fram með heitu lofti og köldu vatni og er fiskurinn 4 klst. að fara í gegnum samstæðuna, en afköst hennar eru 1 lest á klst. Fiskurinn, sem þarna var verið að þýða og síðan flaka og frysta aft- ur, sýndist fallegur og voru menn á einu máli um, að hann væri hið ágætasta hrá- efni til vinnslu. í umræðunum við þá Rossmenn kom það m. a. fram, að þetta nýja skip, sem skoða átti, er liður í tilraunabyggingum togara af minni gerð, þar sem m. a. er verið að þreifa sig áfram með hvernig unnt sé að spara mannafla um borð með sjálfvirkni og f jarstýringu véla og vindna. Töldu þeir sig hafa náð talsverðum árangri en ýmis- legt væri enn óleyst og gerðu ráð fyrir, að enn mundi taka nokkurn tíma þar til við- unandi árangur næðist. Skipið er 129 feta langt og 30 feta breitt. Er það tveggja þilfara, skuttogari, þar sem á efra þilfarinu er togvindan og allt ann- að í sambandi við vörpuna, en togvindan er staðsett framundir hvalbak en gangur er undir brúna, þar sem varpan er dregin fram eftir þilfarinu. Á efra þilfari eru einnig, til hliðar, yfir- byggðir gangar, þar sem aðgerð aflans og þvottur fer fram og flytur færiband afl- ann fram eftir, en lúga er niður í lestina, Skipstjórinn í stjórn- klefa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.