Ægir - 15.04.1970, Blaðsíða 9
ÆGIR
107
HörSur Frímannsson, verkfræ ’Öingur:
/ TÆKNIIUÁL ]
j
Ráðstefna um sjálfvirkni og vélvæðingu í sjávarútvegi
Kanadamenn héldu nú nýlega sjöttu
stóru ráðstefnu sína á sviði tækni og hag-
ræðingar í fiskveiðum og fiskiðnaði. Ráð-
stefnur þessar eru haldnar á vegum At-
lantshafs-fiskveiðinefndar Kanadamanna.
Þessi ráðstefna, sem fjallaði um sjálf-
Vlrkni og vélvæðingu í sjávarútvegi, var
haldin í Montreal dagana 3.—6. febrúar,
°g var mjög vel sótt. Voru yfir 400 þátt-
takendur frá 16 löndum auk margra auka-
aheyrenda frá Kanadamönnum sjálfum.
Fiskifélag fslands sendi fulltrúa sinn
a i'áðstefnu þessa, og þar sem ráðstefnan
Var mjög athyglisverð, verður reynt að
gei’a hér lauslega grein fyrir nokkru af
því sem fram fór þar.
Alls voru birtar 31 ritgerð og í flest-
Urn tilfellum héldu höfundar fyrirlestra,
Par sem þeir kynntu efni ritgerða sinna
°g svöruðu fyrirspurnum. Auk þess voru
llaldnar hóp-umræður um ákveðin málefni,
ems og t. d. hvaða augum fiskimaðurinn
eg fiskiðnmaðurinn liti á, og hvaða hagn-
að þeir teldu sig hafa af aukinni sjálf-
Vlrkni og vélvæðingu. Út frá fyrirlestrum
hópumræðum spunnust oft skemmti-
legar fyrirspurnir og umræður.
Þótt tilgangur ráðstefnunnar hafi verið
kynna nýjustu tækni og framþróun í
fískileit, fiskveiðum, fiskmeðferð og fisk-
Vlnnslu fyrir fiskimönnum, fiskvinnslu-
^ónnum, fiskifræðingum og öðrum, sem
Vlnna að fiskrannsóknum, og fyrir stjórn-
endum fiskiðnaðarins, má segja að í mörg-
um ritgerðunum hafi verið farið skrefi
lengra og litið inn í framtíðina, jafnvel
SV0 langt að í dag virðist sumt af því, sem
ritað var og sagt nánast yera draumórar.
Þó blandast víst engum hugur um, að í
Painni framtíð verður gjörbylting á sviði
fiskveiða og fiskiðnaðar.
Má hér nefna fyrirlestur, sem hr. Jean
Frechet, frá Iðnþróunardeildinni í Quee-
beck, hélt um fiskveiðar um næstu alda-
mót. Hélt hann því fram, að fiskileit yrði
framkvæmd frá geimtunglum, ómönnuð-
um sjálfstýrðum smákafbátum og skynj-
unartækjum staðsettum á hafsbotni. Síð-
an mundum við hæna fiska og fiskitorfur
að veiðarfærunum með t. d. rafsviði, hljóð-
um, lituðum ljósum og lykt. Veiðiskipin
sjálf yrðu ef til vill stórir verksmiðju-
kafbátar og minni ómannaðir fjarstýrðir
tog-kafbátar. Hann taldi að með fiskirækt
mætti viðhalda fiskistofnunum, þrátt fyr-
ir auknar fiskveiðar og aukna fiskveiði-
tækni. Frechet minntist á sögu Jules Verne
um ferðina til tunglsins. Sú saga var skrif-
uð 1865 og víst mjög fáir, sem trúðu henni
þá, þótt tæknikunnáttan hafi þá í raun og
veru leyft Jules Verne að spá þessu. Við
vitum öll að spádómur Jules Verne er kom-
inn fram og spádómur Frechet’s er ef til
vill heldur ekki óraunhæfur.
T. B. Nickerson, yfirmaður kerfisrann-
sóknardeildarinnar í Dartmouth í Nova
Scotia, hélt fyrirlestur um kerfisrannsókn-
ir Kanadamanna í sambandi við uppbygg-
ingu og rekstur á fiskveiðikerfum. Lýsti
hann hvernig deild hans hafði búið til
stærðfræðilegt líkan af togara, veiðihæfni
hans og umhverfi, þannig að hægt væri
að kanna fjárhagslega útkomu í rekstri
togarans, áður en fé yrði varið í að smíða
hann.
Með því að stækka líkanið, til að ná yfir
skipaflota, væri hægt að kanna hvaða áhrif
sameiginleg stjórn og sameiginleg upplýs-
ingasöfnun og upplýsingamiðlun hefði á
reksturinn, án þess að trufla rekstur skipa,
sem þegar væru í notkun.
Þar sem Nickerson hefur unnið hjá Iðn-
þróunardeildinni í Hull í Englandi er eðli-
legt, að líkan hans sé að mestu byggt á