Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1970, Blaðsíða 17

Ægir - 15.04.1970, Blaðsíða 17
ÆGIR 115 Erlendar fréttir V-------------------------------------------y Frá Þýzkalandi ' Vcstnr-ÞjóaVvorja á fjiirlatgnni •nlðum árið' 1!»«!». 1- Síldveiðar og síldarfrysting. I áratugi voru síldveiðarnar burðarás í þýzkum fiskveiðum, eða allt fram undir 1960. Til fram- leiðslu sinnar lét þýzki fiskiðnaðurinn afla inn- lendra skipa sitja í fyrirrúmi og ekki var flutt inn nema um tímabundinn skort væri að ræða. Fyrir tæpum fimmtán árum fór þetta að breyt- *®t. Slakað var á innflutningshömlum og gæði hinnar erlendu framboðsvöru fóru vaxandi. Þýzka fogarasíldin stóðst ekki samkeppni við kassasíld erlendra síldveiðiskipa, sem fékkst við hagstæðu verði. Árið 1955 megnaði þýzki flotinn að uppfylla ársþarfar markaðsins, sem er nálægt 240 Pús. lesta heilsíldar, en árið 1964 var sá hlutur kominn niður í 8%. Á síðustu árum hefur hlut- urinn vaxið aftur upp í næstum 45%, og hefur lysting um borð í veiðiskipum á Georgsbanka "ð austurströnd Norður-Ameríku verið þar þyngst a metunum, þótt samdráttur síldveiða í Norð- austur-Atlantshafi og Norðursjó hafi haft sitt að segja. Eftirfarandi tafla sýnir þróunina greini- ega. I henni eru magntölur í þúsundum lesta, urnreiknaðar í síld upp úr sjó, nema hvað inn- utningstölur til ársins 1964 eru of lágar því þær eru óumreiknaðar. 1949 1955 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 Landanir þýzkra togveiðiskipa Innflutn. síldar Fersk síld Fryst síld Samtals 168 168 133 192 — 192 71 131 — 131 97 70 — 70 129 34 — 34 144 32 2 34 138 24 6 30 146 14 5 19 186 15 8 23 180 32 22 54 175 29 36 65 164 23 70 93 152 °lur ársins 1969 liggja ekki fyrir, en þrátt fyrir aukna sókn frystiskipa er ekki búizt við meiri ^eildarafla en 95 til 100 þús. lestum vegna hrak- udi aflabragða, auk þess sem sókn þeirra sem anda ferskri síld hefur minnkað. Innflutningur Pi. 31/io var 105 þús. lestir. II. Framleiðsla á flökum og heilfrystum fiski. Aflabrögð á helztu þorskveiðislóðum við Græn- land voru léleg sl. ár. Um vorið og fram á sumar var ísbrúnin miklu utar en venjulega, svo að erfitt var um vik fyrir veiðiskipin, með þeim afleiðingum, að veiðiferðir tóku óvenju langan tíma og rekstrarafkoma varð verri en ella. Framleiðslutölur áranna 1968/69 á tímabilinu janúar/október eru þessar, taldar í lestum: 1968 1969 Þorskflök, venjuleg 34.476 23.742 Þorskflök, beinlaus 8.117 15.032 Karfaflök, venjuleg 2.573 3.040 Karflaflök, beinlaus 72 146 Önnur flök 916 3.025 Þorskur, hausaður 878 2.441 Karfi, hausaður 728 624 Annar fiskur, hausaður .... 1.344 1.500 Samtals 49.104 49.549 Þess er vænzt, að árið 1970 verði hægt að anna eftirspurn eftir frystum fiskafurðum, þar sem frystiskipastóllinn hefur verið aukinn um 12,1%. III. ísfiskveiðar. Reynt var með ýmsum hætti að forðast offram- boð á ísfiski og auka hlutdeild innanlandsmark- aðsins í framboðnu magni, en alltaf er talsvert af því flutt út. Skipum sem stunduðu ísfiskveið- ar fækkaði um 14, og minnkaði fisklestarými við það um 13,9%. Samkvæmt samkomulagi sem út- gerðarmenn höfðu gert með sér, var flotanum beitt þannig, að sem mest samræmi fengist við árstíðabundnar sveiflur á markaðsþörfum. Meðfylgjandi tölur gefa til kynna hve mörgum lestum ísfisks hefur verið landað á tímabilinu janúar/október síðustu þrjú ár og hvernig því magni hefur verið ráðstafað. Landað magn -r- frátekið 1967 153.612 3.485 1968 123.291 3.037 1969 108.850 2.095 = boðið til sölu ... 4- óselt 150.127 18.188 120.254 13.500 106.755 8.121 — selt magn 131.939 106.754 98.634 þar af innanlands . þar af til útlanda . 92.290 39.649 88.471 18.283 87.433 11.201 IV. Saltfiskveiðar. Einungis 11 togarar voru gerðir út til saltfisk- veiða á árinu og fóru þeir 11 veiðiferðir. Varð ársaflinn því aðeins 4.128 lestir samanborið við 13.975 lestir árið áður. Hér var við sömu erfið-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.