Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1970, Blaðsíða 15

Ægir - 15.04.1970, Blaðsíða 15
ÆGIR 113 FRÁ FISKIÞINGI 1970 FRÆÐSLUMÁL. 30. Fiskiþing vill benda á þá miklu nauð- syn, að auka fræðslu um allt er að útgerð °S fiskiðnaði lýtur, og felur fiskimála- stjóra og stjórn Fiskifélagsins að vinna að þessu á eftirfarandi hátt: 1. Að hafin verði kennsla í verknáms- deildum unglingaskólanna í allskonar sjóvinnu og veiðarfæragerð, svo að kynnt verði grundvallaratriði í með- ferð og verkun hverskonar sjávarafla. 2- Að hafinn verði sérstakur þáttur í Ríkisútvarpinu um útgerð, fiskiðnað og sjómennsku. Verði sá þáttur fluttur daglega og þá helzt á þeim tíma dags er auðveldast er að ná til vinnandi fólks í þessum atvinnugreinum. 2- Fiskiþingið treystir því að stýrimanna- námskeið verði haldin úti um landið, eins og lög Stýrimannaskólans gera ráð fyrir, og minnir á að auglýsa þarf nám- skeiðin með nægum fyrirvara. Þá mælir þingið með því, að athugaðir verði möguleikar á því, að halda vél- stjóranámskeið á Isafirði á komandi hausti. Fiskiþingið minnir á tillögur frá fyrri þingum, um stofnun fiskiðnaðarskóla, °g telur að ekki megi öllu lengur drag- ast að koma slíkri stofnun upp. Vill þingið benda á, að komin er nokkur hreyfing um stofnun fiskvinnsluskóla í Vestmannaeyjum og geti verið til at- hugunar, að ríkisvaldið styddi Vest- niannaeyinga í því að koma þar upp slíkri menntastofnun. h- Þá telur þingið, að stofna beri fiski- fræði- og fiskiðnfræðideild við Háskóla íslands. FISKIRÆKT. Fiskiþingið telur, að eigi megi dragast engur að hefja hér við land tilraunir með iskirækt í sjó og sjávarlónum og ítrekar yrri samþykktir í því efni. Einnig telur Fiskiþingið, að fiskirækt í ám og vötnum sé alltof skammt á veg komin, einkum þegar haft er í huga, að skilyrði til fiskiræktar hér á landi eru hag- kvæmari en víðast hvar annars staðar, vegna gæða og gnægðar ferskvatns í ám og vötnum, mikils jarðhita, sem unnt er að nota til að halda kjörhita við eldi vatna- fiska, svo og vegna ódýrs fóðurs til fisk- eldis. Fiskiþingið lýsir stuðningi sínum við stofnun Fiskiræktarsjóðs til stuðnings fiskirækt og fiskeldi í landinu, sbr. stjórn- arfrumv. til breytinga á 1. um lax- og silungsveiði, sem nú liggur fyrir Alþingi, en telur að gjald það, sem sjóðnum er ætlað af veiðitekjum sé of lágt og eigi nægilega skýrt tilgreint af hverjum það skuli greitt, t.d. virðist sjálfsagt að gjald af veiðileyf- um stangaveiðimanna renni í sjóðinn og sé eigi lægra en 5% af verði veiðileyfis. Fiskiþing telur varhugavert að heimila, að uppræta megi fiskstofna í einstökum vötnum eða ám með kemiskum efnum, svo sem gert er ráð fyrir í 10. gr. frumvarps- ins. Þá felur Fiskiþingið stjórn Fiskifélags- ins að fara þess á leit við Alþingi, að í um- ræddu frumvarpi yrði tryggt, að fulltrúar frá Fiskifélagi Islands og Hafrannsókna- stofnuninni fái sæti í veiðimálanefnd, skv. tilnefningu þessara stofnana. Þá skorar Fiskiþingið á stjórn félagsins að beita sér fyrir því, að sérstök fjárveit- ing fáist til þess á fjárlögum að rannsaka aðstöðu og kostnað við að koma á stofn fiskirækt á sjávarfiski hér við land, hlið- stætt því sem gert hefur verið erlendis. Fiskifélaginu verði falin framkvæmd þess- ara rannsókna. Jafnframt sé aukin styrk- veiting úr ríkissjóði til fiskiræktar í ám og vötnum og þess vandlega gætt að það fé komi að sem beztum notum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.