Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1970, Blaðsíða 18

Ægir - 15.04.1970, Blaðsíða 18
116 ÆGIR leika að stríða og hjá frystiskipunum — mikill ís og aflatregða við Grænland. Um framtíð salt- fiskveiðanna er erfitt að spá. Mun hún ráðast af markaðsmöguleikum og þróun aflabragða. V. Niðurstöður og framtíðarhorfur. Þegar á heildina er litið var um framför að ræða í þýzkum úthafsveiðum á liðnu ári. Að vísu tókst ekki að fá alls staðar nægilega hátt verð fyrir afurðirnar til þess að mæta tilkostnaði, hvað þá heldur að afla nokkurs upp í tap kreppuársins 1967. En því er ekki að neita, að umbætur á sam- setningu fiskiskipastólsins sýndu spor í fram- faraátt. Utgerðarmenn hafa þungar áhyggjur af áhrif- um gengishækkunar marksins og kemur tvennt til. Annars vegar uppbætur til landbúnaðarfram- leiðslunnar, sem raska mjög samkeppnisaðstöð- unni sjávarútveginum í óhag og hins vegar horf- ur á vaxandi framboði fiskafurða á tiltölulega lágu verði erlendis frá, á meðan útflutningur eigin fiskafurða bíði hnekki. Þessir erfiðleikar, sem gengishækkunin hafi í för með sér, komi hart niður á atvinnugrein, sem verið sé að endurbæta í framleiðslu- og markaðs- háttum, og stjórnvöld hafi áður veitt stuðning til. Til þess að þeim árangri sem náðst hafi sé ekki ógnað, heldur fram haldið, verði að veita þess- ari atvinnugrein uppbætur til jafns við land- búnaðinn. Lauslega þýtt og endursagt úr grein í tímaritinu „Hansa“, 2. tölubl. 1970. GAMLAR MYNDIR Gömlu myndimar að þessu sinni eru frá Bolungw- vík og sýna uppsetningu á fiskibát. Vegna slæmra liafnarskilyrða urðu Bolvíkingar allt fram undir 19Jí5 að setja alla báta sína upp á kamb er veður spilltist. A myndunum sézt greinilega hvemig þetta gekk fyrir sig. Allir lijálpuðust að við þetta mikla verk, sjómenn, landmenn, konur og ungl- ingar röðuðu sér á gangspilið og drógu þannig bátana upp á kamb. — Mikil list var að halda bát- unum á réttum kili úr sjó og upp á kamb og voru venjulega þar að auki tveir menn, sinn undir livorri síðu, og liéldu lionum réttum með aðstoð svonefndrar skorðu. Auk þess voru tveir menn, einn við hvora síðu, með búkka, sem hxgt var að skjóta undir bátinn ef nauðsyn krafði. Venjulega stjórnaði formaðurinn uppsetningu bátsins og lagði fyrir hlunna vel smurða grút. ÆGIR rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 450 síður og kostar 250 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.