Ægir - 15.04.1970, Blaðsíða 12
110
ÆGIR
á byrjunarstigi, en nauðsynlegt að halda
þeim áfram.
M. Hatfield, vélaverkfræðingur frá Iðn-
þróunardeildinni í Hull, lýsti mjög djarfri
tilraun, sem Englendingar eru nú að gera.
Eru þeir að setja tölvu-vélavakt í stóran
enskan frystitogara. Togarinn heitir St.
Jasper og er frú Hamling í Hull. Tölvan,
sem er byggð af English Electric Company,
á ekki aðeins að stjórna vélum skipsins og
halda véladagbók, hún á líka að fram-
kvæma ákveðin dagleg störf vélstjórans
og grípa inn og leiðrétta bilanir hraðar en
vélstjóri getur gert. Má t. d. nefna að dæla
á milli olíu og vatni, lenza skipið, setja í
gang varavélar og stöðva bilaðar vélar.
Auk alls þessa hefur tölvan viðbótar-mögu-
leika, sem taka má í notkun síðar. Má þar
nefna að aðstoða við stjórn skipsins og
fiskileit, vinna úr upplýsingum og hjálpa
skipstjóranum við ákveðnar ákvarðanir,
eins og t. d. val á fiskimiðum, hvort halda
skuli áfram veiði, eða flytja sig á önnur
veiðimið, hvaða leið skuli sigla og hvar
skuli landa.
Að vísu ætlum við ekki að smíða slíkt
skip í næstu framtíð, en við ætlum að
smíða nýja togara með nokkurri sjálf-
virkni og vélavakt nú á næstunni. Það er
því ekki vanzalaust hvað við gerum lítið
til að undirbúa okkar menn til að taka
við þeim og reka þau. Á það aðallega við
um vélstjórana, þar sem þeirra undirbún-
ingur er tímafrekur. Þrátt fyrir mikinn
dugnað og framsýni Gunnars Bjarnason-
ar skólastjóra Vélskóla Islands, í að afla
skólanum kennslutækja, eigum við enn
engan kennslubúnað á vélum skólans, til
að keyra þær á svipaðan hátt og gert yrði
í nýju togurunum tilvonandi. Verðum við
því að bregða fljótt við og setja þessi tæki
upp í Vélskólanum, þannig að hægt verði
að hefja kennslu á þau eins fljótt og auðið
er. Nægir ekki að kenna bara nemendum
Vélskólans á búnað þennan, heldur verður
að bjóða vélstjórum, sem þegar eru komn-
ir út í störf, til baka í framhaldsnám við
skólann.
Dr. N. Kerr, yfirverkfræðingur frá Iðn-
þróunardeildinni í Hull, hélt gagnmerkt
erindi um vélvæðingu um borð í togurum.
Deild hans hefur unnið mjög merkilegt
starf meðal annars í að vélvæða togveiðar,
FÖTV'IRS-KLEMMA