Ægir - 15.04.1970, Blaðsíða 14
112
Æ GIR
SKEL OPNUÐ
ACETYLENE-SÚR
Mynd 7. Tveggja ára skarkoli ræktaður í
netagirðingu við Ardtoe í Skotlandi.
W. W. Johnson, veiðarfærasérfræðingur
frá Iðnþróunardeildinni í Ottawa, lýsti vél-
væðingu í samsetningu og viðgerð botn-
og flotvarpna. Sýndi hann nokkur af verk-
færunum og alls konar klemmur og fest-
ingar til að festa saman netahluta og til að
festa flot- og fótreipisbúnað við netin.
Væri athyglisvert að reyna þessa hluti hér
(sjá mynd 4).
Hann hefur endurvakið gamla skemmti-
lega hugmynd um fjarstýringu á vörpu,
með því að setja rafdrifna „Flettner-rot-
ora“ eða snúða á höfuðlínu og fótreipi
vörpunnar. Með því að snúa síðan snúð-
unum, kemur fram sterkur þver-kraftur,
sem kenndur er við þýzka vísindamann-
inn Magnus og er því kallaður „Magnus
effect“. Þessi kraftur getur svo lyft eða
sökkt vörpunni, eða breytt opnun vörp-
unnar eftir snúningsátt snúðanna sam-
kvæmt óskum skipstjórans. Þessi búnaður
verður reyndur á næstu mánuðum, en John-
son kvaðst vera mjög bjartsýnn á árang-
ur, (sjá mynd 5).
R. W. Nelson frá Iðnþróunardeildinni í
Seattle, hélt fyrirlestur um hörpudiskavél,
sem opnar skelina, hreinsar og losar vöðv-
ann úr skelinni. Það er nú verið að smíða
slíka vél, sem á að geta hreinsað um 3600
hörpudiska á klst. með tveimur mönnum
(sjá mynd 6).
J. Scharfe tæknilegur yfirmaður veiðar-
færadeildar F.A.O. í Róm, hélt stórmerk-
an fyrirlestur um mælitæki og stýritæki
fyrir veiðarfæri almennt. Kom þar fram
að mjög hröð þróun er á þessu sviði í
auknablikinu. Þar sem F.A.O. ætlar að
halda alþjóðlega ráðstefnu um hliðstæð mál
hér á Islandi í lok maí í ár, vei'ður ekki
farið nánar inn á þessi mál að sinni.
Að lokum má nefna stórmerkt erindi
skrifað af Gordon C. Eddie, tæknilegum
framkvæmdastj óra Iðnþróunardeildarinn-
ar í Hull í Englandi. Fjallaði erindið um
fiskirækt séða með augum verkfræðings-
ins. Kom þar fram að fiskirækt virðist
vera arðvænleg atvinnugrein, þótt enn sé
of lítið vitað um mörg af vandamálum, sem
koma fram í sambandi við fiskirækt. Hann
nefndi sérstaklega mjög góðan árangur,
sem náðst hefur með því að rækta fisk í
upphituðu vatni. Var kælivatn frá kjarn-
orkurafstöðvum notað til upphitunar. Var
sýnd fróðleg kvikmynd með erindi þessu.
Þetta er mál, sem við Islendingar þurfum
að athuga mjög gaumgæfilega og það sem
fyi’st. (Sjá mynd 7).