Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 3

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 3
Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 63. árg. Reykjavík, 15. sept. 1970 Nr. 16 lítgerð og allabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í ágúst 1970. Hornaf jör'óur: Þaðan stunduðu 11 bátar veiðar í ágústmánuði, þar af 8 með hum- artroll, 2 með botnvörpu og 1 með hand- færi. Aflinn var alls 171 lest í 49 sjóferð- um, þar af sl. humar 23 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta 58 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn á Hornafirði frá áramótum til ágústloka var alls 7.872 lestir, þar af sl. humar 154 lestir. Vestmannaeyjar: Þaðan stunduðu 53 bátar veiðar, þar af 40 með botnvörpu og 13 með humarvörpu. Aflinn var alls 1.736 lestir í 191 sjóferðum, þar af 16 lestir sl. humar. Auk þessa var afli aðkomubáta og smábáta 170 lestir. Gæftir voru slæmar. Hæstu bátar á tímabilinu voru. 1- Eyjaver (botnvarpa) .......... 116 lestir Sæunn (botnvarpa) ............ 111 — 3- Gjafar (botnvarpa) ........... 90 — Heildaraflinn í Vestmannaeyjum frá áramótum til ágústloka var alls 51.920 lestir, þar af sl. humar 107 lestir. Stokkseyri: Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar með humarvörpu og var afli þeirra ^l lest í 31 sjóferð, þar af sl. humar 11 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn a Stokkseyri frá áramótum til ágústloka var alls 4.161 lest, þar af sl. humar 33 jestir. (Af þessum afla var 1.687 lestum pndað í Þorlákshöfn og er innifalið í beildaraflanum þar.) Eyrarbakki: Þaðan voru 3 bátar gerðir út á þessum tíma, þar af 2 með humar- vörpu og einn með botnvörpu. Afli þeirra var alls 50 lestir í 19 sjóferðum, þar af 4,5 lestir sl. humar. Gæftir voru stirðar. Heild- araflinn á Eyrarbakka frá áramótum til 31. ágúst var alls 3.210 lestir, þar af sl. humar 15 lestir. (Af þessum afla var 487 lestum landað í Þorlákshöfn og er innifalið í heildaraflanum þar.) Þorlákshöfn: Þar lönduðu 38 bátar 713 lestum úr 118 sjóferðum á þessu tímabili, þar af 42 lestir af sl. humar. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Þorlákshöfn frá 1. jan.—31. ágúst var alls 21.046 lestir, þar af 1.251 lest af spærlingi og 170 lestir sl. humar. Grindavík: Þaðan stunduðu 56 bátar veiðar, þar af 35 með humarvörpu og 14 með botnvörpu og 7 með handfæri. Aflinn var alls 766 lestir í 180 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn í Grinda- vík frá áramótum til ágústloka var alls 44.438 lestir. Sandgerói: Þaðan stunduðu 22 bátar veiðar, þar af 17 með humarvörpu 2 með botnvörpu, 2 með handfæri og 1 með línu. Aflinn var alls 545 lestir í 114 sjóferðum. Auk þessa var afli aðkomubáta 75 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn í Sandgerði frá áramótum til ágústloka var alls 22.562 lestir. Keflavík: Þaðan stunduðu 53 bátar veið- ar, þar af 31 með humarvörpu, 12 með

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.