Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 17
ÆGIR *
283
r--------------------------------------n
Markað smál
V______________________________________J
Frá Perú
*.v skipan ú siilu mjöls og lysis í Perú.
Hinn 25. maí síðastliðinn tók til starfa ríkis-
fyrirtæki í Perú, er annast skal um alla sölu og
útflutning g fiskmjöli og: lýsi frá landi.nu. Megin-
niarkmiðið með stofnun þessa fyrirtækis, en það
nefnist EPCHAP, er að útiloka milliliði og koma
í veg fyrir spákaupmennsku og reyna þannig að
ná meira jafnvægi í verðlagi þessara afurða.
I viðtali nýlega sagði framkvæmdastjórinn,
Dianderas hershöfðingi, að sagan sýndi, að þær
verðsveiflur, sem orðið hefðu, hefðu aðallega or-
sakazt af spákaupmennsku. Hann sagðist vænta
þess, að með EPCHAP yrði unnt að láta verðið í
i'íkara mæli ákvarðast af framboði og eftirspurn.
Með vaxandi eftirspurn mætti gera ráð fyrir hækk-
andi verðlagi, þar sem framboðið væi-i nokkuð
stöðugt. Hins vegar er fiskmjöl tiltölulega lítill
hluti eggjahvítumarkaðsins og ef reynt væri að
Þvinga verðið upp t. d. með birgðasöfnun, mundi
það hafa í för með sér að kaupendur sneru sér
annað með viðskiptin. Stefna fyrirtækisins í verð-
lagsmálum hafi enn ekki verið mörkuð, en
reynt yrði fyrst um sinn að halda verðinu í því
marki, sem það væri, um það bil 200 $ pr. lest
c & f Evrópa.
Áætlað er, að EPCHAP haldi eftir ákveðn-
uni hluta söluverðs afurðanna annarsvegar til að
greiða eigin rekstrarkostnað, en hinsvegar til að
jafna út verð til einstakra framleiðenda. Til að
koma í veg fyrir spákaupmennsku er viðskipta-
fulltrúum Perú í kaupendalöndunum falið að
fylgjast með hvort kaupendur eru í raun og veru
þeir, sem nota vöruna eða þeir, sem selja beint
«1 neytenda. Viðhorf framleiðenda til þessa nýja
fyrirtækis er fremur jákvætt, en þó með fyrir-
vara. Telja þeir að ef það reynist j-ekið á hag-
kvænran og skynsamlegan hátt, muni það verða
tíl bóta, en allt sé undir því komið, að það verði
vel rekið.
Frá IMoregi
Aðstoð við sölustarfsemi í norska sjávarútveginum.
f 14. tbl. Ægis var sagt frá styrkveitingum til
uorska sjávarútvegsins fyrir tímabilið 1. júní
1970 til 31. maí 1971. Innifalið í þeim var
svonefnt hagræðingarfé að upphæð 37 milljónir
norskra króna, sem meðal annars átti að nota
til að styrkja sölustarf. Nú hefur verið nán-
ar afmarkað, hvernig þessu fé skuli varið og sett
á stofn nefnd, sem fjalla á um ráðstöfun fjárins.
Er nefndin skipuð mönnum frá norska útflutn-
ingsráðinu (Norsk Exportrád), sem fjallað hafa
sérstaklega um útflutning og sölu á fiskafurðum,
auk tveggja annarra sérfræðinga í markaðsmálum.
I fyrstu er ætlað, að fé verði veitt í fyrsta lagi
til kaupa á ráðgjafaþjónustu við gerð markaðs-
áætlana, framkvæmd þeirra og mat á árangri.
Gert er ráð fyrir, að veita til þessa styrk, sem inn-
an ákveðins hámarks, getur numið allt að 75%
af heildarkostnaði.
1 öðru lagi er ætlað að veita fé til eins eða fleiri
þátta nútima sölustarfsemi. Undir þetta fellur t.
d. afurðaþróun, markaðsrannsóknir, tilraunasala,
gerð söluörvandi tækja, svo sem skilta, uppskrifta-
bæklinga o. s. frv. auk auglýsinga, nýbreytni i um-
búðum og flutningum o. fl. 1 þessum tilvikum get-
ur framlagið hæst orðið 50% og ekki bundið við
styrk, heldur má veita lán, ábyrgðir, og ef til vill
kaup á hlutabréfum. Meginskilyrði þess, að fyrir-
greiðsla fáist, er að um sé að ræða einhverja ný-
breytni, þ. e. annaðhvort nýjar afurðir eða nýja
markaðir.
Þeir, sem sótt geta um þessa fyrirgreiðslu eru
fyrst og fremst sölusamtök eða önnur þau samtök,
sem fjalla um einhvern þátt markaðs. og sölumála.
Þó er gert ráð fyrir því, að einkaaðilar geti fengið
aðstoð, en hún er þá bundin því skilyrði, að árang-
ur starfseminnar sé til hagsbóta fyrir fleiri en við-
komandi fyrirtæki.
Frá Færeyjum
Færeysk saltfiskþurrkun í Portúgal.
Um þessar mundir fara fram viðræður milli full-
trúa „Færoyja Fiskasola" og portúgalskra saltfisk-
innflytjenda um byggingu þurrkstöðvar fyrir salt.
fisk. Hugmyndin er að stöðin verði staðsett í Avairo
í Portúgal og verði rekin af þessum aðilum sameig-
inlega. Ætlunin er, að stöð þessi annist þurrkun á
færeyskum saltfiski, sem fer á markað á Portú-
gal, en einnig verður hafður i huga útflutningur
m. a. til Brasilíu.
Ástæðan til þess að Færeyingarnir stíga þetta
skref er að kostnaður við þurrkun fisksins hefur
hækkað það mikið í Færeyjum, að þeir eru ekki
lengur samkeppnisfærir.
ÆOIR
rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er
kringum 450 síður og kostar 250 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu-
sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í ísafold.