Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 4

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 4
270 Æ GIR botnvörpu, 5 með dragnót, 4 með hand- færi og 1 með línu. Afli þeirra á tímabil- inu var 837 lestir í 189 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn í Keflavík frá áramótum til ágústloka var alls 26.517 lestir. Vogar: Þaðan stunduðu 4 bátar veiðar með humarvörpu og var afli þeirra alls 60 lestir í 22 sjóferðum, þar af sl. humar 7 lestir. Gæftir voru slæmar. Heildarafl- inn í Vogum frá áramótum til ágústloka var alls 2.834 lestir, þar af sl. humar 26 lestir. Hafnarfjörður: Þaðan stunduðu 10 bát- ar veiðar, þar af 7 með humarvörpu, og 3 með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var alls 287 lestir í 20 sjóferðum, þar af sl. humar 3 lestir. Gæftir voru slæmar. Heild- araflinn í Hafnarfirði frá 1. jan.—31. ágúst var alls 5. 217 lestir, þar af sl. hum- ar 7,5 lestir. Reykjavík: Þaðan stunduðu 29 bátar veiðar, þar af 13 með botnvörpu, 7 með dragnót, 7 með handfæri og 2 með línu. Aflinn á tímabilinu var alls 649 lestir í 134 sjóferðum. Auk þessa var afli aðkomubáta og smábáta 18 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Reykjavík frá áramótum til ágústloka var alls 10.668 lestir. Akranes: Þaðan stunduðu 17 bátar veið- ar, þar af 8 með humarvörpu, 2 með botn- vörpu, 4 með handfæri og 3 með línu. Afli þeirra á tímabilinu var alls 661 lest í 60 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Heildar- aflinn á Akranesi frá áramótum til ágúst- loka var alls 11.326 lestir. Rif: Þaðan stunduðu 3 bátar veiðar, þar af 1 með línu og 2 smábátar með hand- færi. Afli þeirra var 21 lest í 17 sjóferð- um. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn á Rifi frá áramótum til ágústloka var alls 6.480 lestir. ólafsvík: Þaðan stunduðu 16 bátar veið- ar, þar af 7 með botnvörpu, 7 með dragnót og 1 með handfæri. Aflinn á tímabilinu var alls 417 lestir í 103 sjóferðum. Auk þessa var afli smábáta 22 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Ólafsvík frá áramótum til ágústloka var alls 10.383 lestir. Grundarfjöröur: Þaðan stunduðu 14 bátar veiðar, þar af 6 með botnvörpu, 4 með handfæri, 3 með rækjutroll og 1 með dragnót. Aflinn á tímabilinu var alls 404 lestir, þar af rækja 14 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Grundarfirði frá áramótum til ágústloka var alls 5.298 lest- ir, þar af rækja 126 lestir. Stykkishólmur: Þaðan stunduðu 15 bát- ar veiðar, þar af 7 með handfæri, 6 með línu og 2 með botnvörpu. Aflinn var alls 162 lestir í 40 sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Stykkishólmi frá áramótum til ágústloka var alls 3.677 lestir. AU STFIRÐIN GAF J ÓRÐUN GUR í júlímánuöi 1970. Gæftir voru góðar, og afli með meira móti. Eins og í júní voru stóru bátarnir margir í Norðursjó við síldveiðar, og seldu flestir aflann erlendis, aðeins fáir komu til heimahafnar, með ísaða síld í kössum og var hún söltuð, beint úr kössunum. Þeir stóru bátar, sem stunduðu veiðar frá heimahöfnum, voru með botnvörpu, eða á grálúðuveiðum með línu, og má telja að afli hafi verið góður á flesta báta, sem voru með mannskap og veiðarfæri í lagi. Litlir dekkbátar og opnir bátar fiskuðu mjög vel á handfæri, og var afla þeirra oft- ast landað daglega, til vinnslu í frysti- húsum eða til söltunar. Heildaraflinn varð í júlí 4711 lestir, en var á sama tímabili í fyrra 3811 lestir. Aflinn skiptist þannig eftir verstöðv- um: Bakkafjörður: Lestir Sjóf■ Heimabátar (handf.) .... 86,4 Aðkomubátar ........... 122.3 Samtals 208,7 Vopnafjörður: Bretting-ur (botnv.) ....... 192,0 Kristján Valgeir (lína) .. 79.5 Opnir bátar (handf.) .... 92,7 Samt. 364,2

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.