Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 7

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 7
ÆGIR 273 3. Útreikningur á skurði. Hægt er að skera net á 3 vegu; á upp- tökum, á síðum og á legg. Allur annar skurður er sambland af þessum skurðar- aðferðum. Þegar skorið er á síðum og legg, sem algengast er í vörpum og dragnótum, gilda eftirfarandi reglur: I hvert sinn, sem síða (S) er skorin, lengist netið um heilan möskva (=2 um- ferðir), en mjókkar ekki. Þegar leggur (L) er skorinn, lengist netið um hálfan möskva (= eina umferð) og mjókkar um ¥> möskva. Því er úrtökufjöldi = L/2 (1) og fjöldi umferða = 2S + L (2) Rétt er að skýra þetta með dæmum. a) Minnka þarf um 1 möskva í 4 um- ferðum. Jafna (1) sýnir, að L hlýtur að vera 2, af því að minnkunin er 1 (einn) eða L=2. 1 jöfnu (2) vitum við, að um- ferðirnar eru 4 og L=2 og því hlýtur S að vera 1 (einn). Því þarf að skera 1S2L. b) Netbyrði (mynd 2) skal skerast úr 100 upptökum niður í 80 á 60 síðum (= 120 100 U 'inynd. Skýringar sjá lið b) í meginmáli umferðum). tJrtökurnar eru því 100=80 = 20 og samkvæmt jöfnu (1) verður því L=40. Samkvæmt jöfnu (2) er dýptin talin í umferðum = 120=2S+L og þar sem L=40, fæst að S=40. Skurðurinn verður því ÍSIL. c) Annað netbyrði skal skerast úr 84 upp- tökum niður í 60 á 32 síðum (= 64 um- ferðum). Jafna (1) gefur L=32 og því næst jafna (2) S=16. Því skal skera 1S2L. d) Ekki ganga tölurnar alltaf eins þægi- lega upp og í áðurnefndum dæmum, t. d. ef skera skal 46 upptökur niður í 20 á 34 síðum. Nú gefa jöfnurnar okkur S=8 og L=52. Eftir deilingu með 4 fæst S=2 og L=13, en skerum þó ekki samkvæmt því, heldur 1S7L og 1S6L á víxl. e) 271 upptöku skal skera niður í 186 á 137 síðum. Nú gefa jöfnurnar S=52 og L=170 eða eftir deilingu með 2, S=26 og L=85. Nú er vant að sjá, hversu skera skal. 1S3L er of lítið og 1S4L of mikið. Við veitum því eftirtekt, að ef S væri 25 en ekki 26, væri málið einfalt. Við setjum því S=25 og deilum nú með 5 og fáum S=5 og L=17. I staðinn fyrir að skera 5S17L, kljúfum við 5 í 2 og 3 og 17 í 8 og 9 og fáum þá skurð 2S8L og 3S9L, eða 1S4L og 1S3L á víxl, sem er ekki alltof flókinn skurður. Hversu mikil skekkja kom nú í skurðinn, er við breyttum S úr 26 í 25 (eða S=52 í S=50) ? Við setjum í jöfnu (2) 2S+L eða 2-50 + 170, en það eru þær tölur, sem við notuðum í stað 2-52 + 170, eins og við áttum að nota. Nú eru 2-50 + 170 =270 umferðir eða 135 síður. Við skerum því þær 85 úrtökur, sem við vildum fá (271=186 upptökur) á 135 síðum í stað 137. Því skerum við 2 síðustu möskvana á síðum og allt passar upp á möskva. f) Skurður á væng getur orðið nokkru flóknari og er þá oft nauðsynlegt að draga nokkrar aukalínui-, svo sem sýnt er á 3. mynd. Á myndinni er flöturinn ABCD vængurinn, sem skera skal. Línan AD er nú lengd í punkt F, sem liggur beint undir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.