Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 16

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 16
282 ÆGIR »-------------------------------------ö Erlendar fréttir ö-------------------------------------ö Frá Grænlandi Kólnnmli vpAurfnr? Nýlega var birt skýrsla um rannsóknir vís- indamanna á Grænlandsjökli. Þessar rannsóknir, sem gerðar voru á borkjörnum úr jöklinum, voru gerðar til að varpa ljósi á veðurfarsbreytingar liðinna alda, ef vera mætti, að unnt yi'ði að nota niðurstöðurnar til að spá um veðurfarsbreytingar í framtíðinni. Nú þegar telja vísindamennirnir sig hafa nægilegar vísbendingar til að spá kólnandi veðurfari á Grænlandi næstu 10—20 ár og að ekki fari að hiýna aftur fyrr en í byrjun næstu aldai'. Hins vegar er áætlað að halda þessum at- hugunum áfram og hefur bandaríska vísinda- stofnunin National Science Foundation m. a. lagt fram 1,2 millj. $ í því skyni. Ef spárnar reynast réttar mun það hafa víð- tæk áhrif í för með sér á fiskveiðar og fisk- gengd. Hlýindaskeiðið sem varaði frá seinni hluta 19. aldar fram til 1930, hafði í för með sér minnkun á hval- og selstofnunum en skapaði hagstæðari skilyrði fyrir ýmsa fiskstofna. Kóln- andi veðurfar eftir 1930 orsakaði minnkun fisk- stofnanna áður en unnt reyndist að hagnýta þá. Um 1950 kom hlýindaskeið með mikilli fisk- gengd, og minnkun stofna núna er talin að nokkru eiga rót sína að rekja til kólnandi veður- fars. Onnur afleiðing kólnandi veðurfars, er að fiskstofnarnir mundu að líkindum flytja sig til hlýrri sjávar — atriði, sem kann að hafa víðtæk áhrif á útgerðarhætti og fjárfestingar í útvegi Grænlendinga, en efnahagur þeirra og atvinnulíf er að talsverðu leyti byggt á sjávarafla. Einnig má búast við að ísmyndun og ísrek aukist og komi í veg fyrir veiðiskap á stærri svæðum en nú er. Ef til vill er ekki fráleitt að íhuga í þessu sam- bandi h.vað gerist hér við land, ef spárnar reyn- ast réttar. Ætla má, að einhver tengsl séu á milli veðurfars á Grænlandi og norðurslóðum í heild. Er þá spurningin hvernig viðbrögð ís- lenzku fiskstofnanna verða. Álitið er, að nokkuð náið samband sé á milli vaxtarhraða fisks og hitastigs og ef sjávarhiti lækkar hér við land má því búast við hægari vexti fisksins og þar með minni stofnstærð að því er þyngd snertir. Einnig má búast við, að það taki fiskinn lengri tíma að ná nýtanlegri stærð. Ef til vill má einnig bú- ast við einhverjum breytingum á því hvar fisk- urinn heldur sig. Þá er einnig spurning, hvernig háttað verður göngum Grænlandsþorsks til ís- landsmiða, en hans hefur orðið vart hér í talsvert ríkum mæli. Þá má einnig ætla, að aukinn ís komi til með að hafa sín áhrif hvað snertir veiðarnar. Vert er ef til vill einnig að íhuga, hvert togarar og fiskiskip, sem sótt hafa Grænlandsmið, muni ieita, ef verulega dregur úr veiði þar vegna minnkandi fiskgengdar eða ytri aðstæðna, svo sem ísreks. Frá Japan Utanríkisverzlun Japana nieð fiskafurðir 1969. 1 yfirliti, sem kemur frá þeim yfirvöldum i Jap- an, er með fiskveiðimál fara, kemur fram, að heild- arútflutningur á fiskafurðum frá Japan nam á síð- asta ári 346.9 millj. $, en það er um 2.2% af heild- arútflutningi landsins. Útflutningurinn 1969 var nokkru minni en árið áður, eða sem nemur 3,1 millj. $. Eins og áður eru Bandaríkin stærsti kaupandinn, en þau keyptu fyrir 103,9 millj. $ eða 29.9%. Næst er Bretland með 37 miilj. $ (10.7%), Vestur.Þýzka- land 22.8 millj. $ (6.6%) og Filippseyjar 16 millj. $ (4.6%). Önnur lönd eru með minna. Rúmlega helmingur eða 50,6% af heildarverð- mæti útflutningsins fékkst fyrir niðursoðnar af- urðir en verðmæti þeirra nam 175.8 millj. $. Meðal niðursoðinna fiskafurða ber hæst túnfiskinn, en hann var seldur fyrir 65.8 millj. $. Er það 10.9 millj. $ aukning frá 1968. Fyrir niðursoðinn makríl feng- ust 42,3 millj. $ sem er 3.9 millj. $ meira en 1968. Hinsvegar var flutt út minna af frystum afurðum eða fyrir 27.5 millj. $ á móti 41.3 millj. $ 1968. Einnig varð verulegur samdráttur í útflutningi a niðursoðnum laxi, sem féll úr 58.3 millj. $ í 38 millj. $. Á innflutningi fiskafurða urðu miklar breyting- ar miðað við 1968 og er áætlað að þær haldi áfram- 1 ársyfirliti O. E. C. D. yfir fiskveiðar, -vinnslu og verzlun segir að Japan, sem í áraraðir hefur naff hagstæðan vöruskiptajöfnuð með fiskafurðir, mun' þegar á árinu 1970 verða annað mesta fiskinn- flutningsland heims, næst á eftir Bandaríkjunum- Þá er einnig gert ráð fyrir því að 1972 eða 1973 muni Japanir flytja inn meiri fisk en þeir flyúa út. Eru þessar ályktanir dregnar af þróuninni und- anfarið, en eftirspurn hefur vaxið verulega, en hinsvegar hafa veiðar ekki vaxið verulega, en jafnvel minnkað á fiski til manneldis. Hvað snertir útkomuna 1969, þá jókst innflutn- ingur um 30% á árinu og varð 260.7 millj. $ a móti 2C0.4 millj. $ 1968. Mest var flutt inn frn Kóreu eða fyrir 34.0 millj. $ (13%) Bandaríkin koma næst með 25.5 millj. $ (9,8%), þá Formósa 19 millj. $ (6,1%), Hong Kong 14,9 millj. $ (5.7%) oS Sovétrikin 7.8 millj. $ (3%). Mest var flutt inn 8 rækju eða fyrir 121.7 millj. $ (46.7%) og frystum túnfiski 13.8 millj. $ (5.3%). (Ársskýrsla O. E. C. ú- og B. C. F. Market nevvs service).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.