Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 15

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 15
ÆGIR 281 NÝ SKIP - NÝ FLUTNINGATÆKNI Hin öra þróun síðustu ára í allri flutn- ingatækni á sjó, leiðir sífellt af sér nýjar hugmyndir um nýja gerð skipa og tækni við losun þeirra og lestun. Ægir hefur birt stuttar greinar um þessa þróun, má þar nefna greinarkorn um pallet-skip, Containerskip, LASH-skip, svo eitthvað sé nefnt. Auk LASH-skipanna hafa komið fram hin svokölluðu FLO-Con- skip (Floating containers) og BOB-skip (Barges on Board), sem byggð eru á svip- aðri tækni og LASH-skipin. Hið nýjasta í allri þessari öru fram- þi’óun er hugmyndin um tveggja skrokka (kafbátslaga) skip (sjá mynd). Hug- ftiyndin er þó komin það langt að byggt hefur verið sérstakt líkan af skipinu og hefur það verið reynt í sérstökum sjó- tönkum í Hollandi, þar sem færustu vís- indamenn hafa prófað það á allan hátt og hafa þær tilraunir, sem þar hafa verið gerðar, sýnt undraverða eiginleika skips- ms, borið saman við venjuleg skip. Ef þessi síðasta hugmynd um nýja gerð skipa, sem sótt er til elztu farkosta manns- ins — Catamaran — verður einhvern tíma að veruleika mun hún vafalaust valda gjör- byltingu á vöruflutningum á sjó. Það er „Littan Advanced Technology Division“ sem teiknað hefur og byggt áð- urnefnt líkan, sem þeir nefna „Trisec“. Líkanið er af 35 þús. tonna skipi og hugs- anlegur hraði þess á að vera 50 sml. á klukkustund. Nú þegar eru hafnar viðræður við hugs- anlega útgerðaraðilja um byggingu á fyrsta skipinu til vöruflutninga. Ennfrem- ur eru uppi hugmyndir um að nota hug- myndina til smíði á fai’þegaskipi, svo og flugvélamóðurskipi. Fróðlegt mun verða að fylgjast með framþróun þessari og öllum þeim breyt- ingum, sem reiknað er með að verði á allri flutningatækni með tilkomu þessara skipa. G. I.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.