Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 14

Ægir - 15.09.1970, Blaðsíða 14
280 ÆGIR NÝR RÆKJUBÁTUR Hinn 3. apríl s.l. var fyrsta bátnum, sem sérstaklega er smíðaður tilaðstunda rækjuveiðar, hleypt af stokkunum í Skipa- smíðastöð M. Bern- harðssonar h.f. á Isa- firði. Báturinn hlaut nafnið Simon Olsen ÍS 33 og er 30 br. lest- ir að stærð, byggður úr stáli og fram- byggður. Fer einkar vel á því, að báturinn skuli bera nafn Simons 01- sen, en hann varð fyrstur manna til að hefja rækju- veiðar hér við land árið 1936. Símon Olsen var Norðmaður frá Karmoy í Noregi, og hafði kynnzt rækjuveiðum þar. Stundaði hann rækjuveiðar í Isafjarðardjúpi á bát sínum Karmoy frá 1936, þar til hann fórst í róðri haustið 1961. Er hann því frum- kvöðull rækjuveiða hér við land, en þær eru nú orðnar þýðingarmikill þáttur í fiskveið- um okkar. Það var ekkja Simons Olsen, frú Magnúsína Olsen, sem gaf bátnum nafn, en eigandi bátsins er Ernir h.f., ísafirði. I bátnum er 160 ha. Albinvél og er hann búinn nýjustu og fullkomnustu fiskileitar- tækjum. Skipstjóri á bátnum verður Jón Kr. Jónsson. Ægir óskar eigendum og ísfirðingum öllum til hamingju með fyrsta bátinn, er sérstaklega er smíðaður til rækjuveiða hér á landi. Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins _________________________________________i Verð á kola Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á eftirgreind- um kolategundum, er gildir frá 1. júní til 31. des- ember 1970. Skarkoli og þykkvalúra: 1. flokkur, 453 gr og yfir, hvert kg . . kr. 11.20 2. flokkur, 453 gr og yfir, hvert kg .. — 8.20 1. og 2. fl., 250 gr til 452 gr, hvert kg — 4.50 3. flokkur, 250 gr og yfir, hvert kg .. — 3.30 Langlúra: 250 gr og yfir, hvert kg............. kr. 4.50 Stðrkjafta: 250 gr og yfir, hvert kg ........... kr. 3.30 Verðið er miðað við slægðan flatfisk. Urgangsfiskur, sem tekinn er slægður eða óslægður til frystingar, hvert kg kr. 1-90 Verðflokkun samkvæmt framansögðu byggist a gæðaflokkun Fiskmats ríkisins. Verðið miðast við, að seljandi afhendi fiskinn á flutningstæki við hlið veiðiskips. Ath.: Samkvæmt ákvæðum VI. kafla reglugerðar fra 20. marz 1970 um eftirlit og mat á ferskum fisk’ o. fl. breytast heiti á gæðaflokkum þannig, aö 1. flokkur A verður 1. flokkur, 1. flokkur B verð- ur 2. flokkur og 2 flokkur verður 3. flokkur. Reykjavík, 30. júní 1970. Verðlagsráð sjáva/rútvegsins-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.