Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1971, Page 3

Ægir - 01.10.1971, Page 3
Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 64. árg. Reykjavík, 1. okt. 1971 Nr. 17 lítgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í september. Hornafjöröur: Þaðan stunduðu 12 bátar veiðar, þar af 11 með humar- og botn- vörpu og 1 með handfæri. Aflinn á tíma- bilinu var alls 176 lestir, þar af sl. humar 19 lestir. Gæftir voru frekar stirðar. Heild- ai’aflinn á Hornafirði frá 1. jan.—30. sept. var alls 8.366 lestir, þar af sl. humar 231 lest. Vestmannaeyjar: Þaðan stunduðu 55 bátar veiðar, þar af 42 með botnvörpu og 13 með humarvörpu. Aflinn á tímabilinu var alls 1.504 lestir, þar af sl. humar 4 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn i Vestmannaeyjum frá 1. jan.—30. sept. var alls 41.588 lestir, þar af sl. humar 157 lestir. Stoklcseyri: Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar með humar- og botnvörpu og var afli þeirra alls 60 lestir. Gæftir voru stirð- ar. Heildaraflinn á Stokkseyri frá áramót- UrR til septemberloka var alls 3872 lestir, Par af sl. humar 55 lestir. Eyrarbakki: Þaðan stunduðu 6 bátar veiðar með humar- og botnvörpu og var afli þeirra alls 41 lest, þar af 2 lestir sl. humar. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn a Eyrarbakka frá 1. jan. — 30. sept. var al]s 2.395 lestir, þar af sl. humar 37 lestir. _ Þorlákshöfn: Þar lönduðu 23 bátar afla sínum á þessu tímabili, þar af 12 með humarvörpu, 9 með botnvörpu og 2 með lnu. Afli þeirra á tímabilinu var alls 397 lestir, þar af sl. humar 7 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Þorlákshöfn frá 1. jan. — 30. sept. var alls 21.829 lest- ir, þar af spærlingur 1.351 lest og sl. humar 213 lestir. Grinclavík: Þaðan stunduðu 25 bátar veiðar, þar af 10 með humarvörpu, 9 með botnvörpu, 4 með línu og 2 með net. Afli þeirra var alls 699 lestir, þar af er afli að- komubáta og smábáta 53 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn frá áramót- um til septemberloka var alls 26.173 lestir, þar af sl. humar 117 lestir. Sandgeröi: Þaðan stunduðu 13 bátar veiðar, þar af 7 með humartroll, 4 með rækjutroll, 1 með net og 1 með handfæri. Aflinn var alls 757 lestir, þar af sl. humar 11 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildar- aflinn frá 1. jan. — 30. sept. var alls 17.537 lestir, þar af sl. humar 246 lestir. Keflavík: Þaðan stundaði 41 bátur veiðar og var afli þeirra sem hér segir: Lestir Humar Rxkja 15 bátar m. humarvörpu 110 5.8 12 bátar m. botnv. 257 8 bátar m. rækjutroll 11 8.4 4 bátar m. línu 22 2 bátar m. net 12 41 bátur alls 412 5.8 8.4 Auk þess var afli aðkomubáta 65 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Kefla-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.