Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 18

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 18
272 Æ GIR að Hrollaugseyjum, en það svæði var ekki kannað í fyrra. Vegna íss reyndist ekki unnt að kanna norðurmörk útbreiðslu- svæðis karfans, en aðalmagnið reyndist vera í atlantiskum sjó. Lítið sem ekkert var af karfaseiðum þar, sem komizt varð norður í hinn kalda Austur-Grænlands- straum. Útbreiðsla og magn karfaseiðanna á því svæði sem kannað var er sýnt á 6. mynd. Víðáttumikið svæði með mikið af karfaseiðum (100—200 þúsund seiði í 1 sjómílu togi) er suðvestur frá Reykjanesi og VNV af Vestfjörðum, en minna af þeim til norðurs og austurs þaðan. Mikið magn karfaseiða var einnig í Grænlandshafi allt vestur undir græn- lenzka landgrunnið, enda þótt það sé ekki sýnt nema að nokkru á 6. mynd. Með tilliti til lóðninga, víðáttu út- breiðslusvæðisins og afla virðist 1971-ár- gangur karfans allsterkur. Kolmunni Kolmunnaseiði veiddust aðallega sunn- an og suðaustan Islands. Mest var af þeim um 64°10' n.br., 13°06' v.l. 2500 seiði á 1 sjómílu togi, en annars staðar minna. Þá varð vart við fullorðinn kolmunna austur frá Langanesi og við Suðausturland og stórar torfur á miklu dýpi (300—400 m) fundust um 120 sjómílur vestur af Garð- skaga. Steinbítur Steinbítsseiði fengust af og til úti fyrir Norður- og Norðvesturlandi. Langmest fékkst af steinbít á Húnaflóa og í heild var nú allmiklu meira um hann en í fyrra. G. mynd. Magn og útbreiðslusvæði karfaseiða í júlí-ágúst 1971.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.