Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 19
ÆGIR 273 Hrognkelsi Títbreiðslusvæði hrognkelsa var nú svip- að og í fyrra og fengust þau af og til djúpt sem grunnt úti af Vestf jörðum og Norður- landi. Mest var þó af hrognkelsi inni á fjörðum, einkum í Isafjarðardjúpi, Húna- flóa og Skagafirði. Skrápflúra Allmikið varð vart við þessa fisktegund úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. Einkum fannst mikið á svæðinu vestan Grímseyjar. 1 fyrra fengust aðeins sár- fáar skrápflúrur af og til, en Norðanlands- svæðið var þá ekki kannað fyrr en í sept- ember og má vera að skrápflúran hafi þá verið lögzt á botninn. Aðrar tegundir Nokkrar þykkvalúrur fengust úti af Reykjanesi, í Faxaflóa og við Vestmanna- eyjar. Sandsíli var algengt víðast hvar á leitarsvæðinu en yfirleitt mun þar hafa verið á ferðinni 1—3 ára gamall fiskur. Laxsíld fékkst við Suðausturland og átt- strendingur af og til fyrir Norðurlandi. Lá eru mjónategundirnar tvær mjog ai- gengar á Vestfjörðum og við Norðurland, einkum inni á fjörðum. Það er eftirtektarvert, að ekkert fékkst af grálúðu-, lúðu-, ufsa- né spærlingsseið- um. Heimildai'rit: Anon. 1970. Preliminary report of joint Icelandic- Noi-wegian investigations in the area between Iceland and East-Greenland in August 1970. 7. C. E. S., C. M. 1970/H :33. Anon. 1970. Report on joint German-Icelandic in- vestigations of the distribution of O-group fish in East-Greenland and Iceland waters in August-September 1970. Annál. Biol. 1970. In print. Dragesund, 0., Midttun, L. and Olsen, S. 1970. Methods for estimating distribution and abundance of O-grou^ fish. Coop. Res. Rep. Ser. A Int. Coun. Explor. Sea, 18: 25—34. Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins Framhald af bls. 265. magni, er vinnslustöðvarnar skila í síldarvei'k- smiðju. Vinnslustöðvarnar skulu skila úrgangs- síld í si 1 (1 ai'verksmiðjur seljendum að kostnaðar- lausu. Þar sem ekki verður við komið að halda afla bátanna aðskildum í síldannóttöku, skal sýnis- horn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli milli síldar til framangreindrar vinnslu og síldar í bræðslu milli báta innbyrðis. Verðið gildir frá 1. september til 31. desember 1971, eða þar til 4500 tonn hafa verið fryst til beitu á verðtímabilinu að mati beitunefndar, en fulltrúum í Verðlagsráði er heimilt að segja verðinu upp með viku fyrirvara. Öll verð eru miðuð við síldina komna á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 24. september 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. DRIFKEÐJUR OG KEÐJUHJÓL. FLESTAR STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI. LANDSSMIÐ JAN SÍMI: 20680

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.