Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 8
262 ÆGIR Ásgeir Jakobsson: Rækjuflokkunarvél um borð ÞAÐ væri hræsni að segja að um auðugan garð hafi verið að gresja fyrir sjávarút- vegsmenn á hinni alþjóðlegu vörusýningu, sem haldin var í Laugardalshöllinni dag- ana 26. ágúst — 12. september. s.l. Nokkur fyrirtæki sýndu þarna bátavél- ar, spil, fiskkassa, björgunarbáta og vesti, toghlera, og skipslíkön. Yfirleitt voru það vélaverkstæðin og plastgerðir, sem þarna bar langmest á. Lítið held ég, að þarna hafi verið um nýjungar. Eins og efni stóðu til voru fyrirtækin að auglýsa fram- leiðslu sína til að örva söluna, og því ekki ástæða á svona sýningum til að búast allt- af við algerum nýjungum á einhverju sviði. Þarna var þó lítil og handhæg rafmagns- stýring fyrir smábáta til að hafa frammi á dekki við línudrátt og veit ég ekki til að hún hafi nokkursstaðar verið sýnd áður né sé nokkurs staðar komin í notkun. Á sýningunni voru flokkunar- og vinnsluvélar þeirra Sigmundar í Vest- Rækjuflokkunarvél. mannaeyjum og Sigurðar Kristinssonar á Hólmavík. Ekki kann ég deili á því, að hve miklu leyti rétt er að kalla þessa hug- kvæmu menn uppfinningamenn. Einka- leyfaskrifstofan sker úr um það atriði, en vélar og frumkvæði þessara manna er okk- ur óumdeilanlega til mikils gagns. Rækjuflokkunarvél Sigurðar Kristins- sonar er tiltölulega ný af nálinni. Hún er ætluð til notkunar um borð í bátunum, og er enn ekki nema í tveimur bátum, báðum á Hólmavík. Annar þeirra tók hana um borð í janúar, hinn í febrúar í vetur sem leið og hafa notað hana síðan með góðum árangiú, er mér sagt af þeim, sem gerzt mega vita. Vélinni er ætlað að sortera smárækju úr aflanum þegar losað er úr pokanum og svo fljótt, að hún komist lifandi í sjóinn aftur. Við höfum að margra dómi gert Rækjuflokkunarvél.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.