Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 9
ÆGIR 263 helzt til lítið að því að flokka rækju eftir stærð og verið djarftækir um of á smá- i'ækjuna. Það á ekki að veiða ungviði, hvorki af rækju né fiski. Það ber að fagna öllum nýjungum, sem leiða til minni ung- fisksveiða. Fullkomnari flokkun bætir einnig alltaf markaðsverð. Vélin er þannig gerð, að á henni er hall- andi skúffa (matari), sem rækjan er los- uð í og þaðan berst hún með sjó niður á hallandi og stillanlegar flokkunarrásir (16 að tölu), sem festar eru á ramma, sem fær- ist ört fram og aftur (slaglengd 31 mm. Slagtíðni 250 á mín.) og flytur með sér i'ækjuna eftir flokkunarrásunum. Rásirn- ar eru stilltar eftir því, hvað menn vilja hirða smáa rækju, og rækja af þeirri stærð, sem menn ekki vilja hirða, fellur niður í gegnum raufarnar og flýtur síðan r-—----------------------------------- Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins ._________________________________________i Verð á rækju Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á rækju frá 1- ágúst til 31. október 1971: k®kja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi: Stór rækja, 220 stk. í kg eða færri (4.55 gr. hver rækja eða stærri), hvert kg ....................... kr. 23.65 Smá rækja. 221 stk. til 350 stk. í kg (2.85 gr. til 4.55 gi'. hver rækja), hvert kg ....................... — 13.00 Verðið er miðað við, að seljandi skili rækju á hutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 5. ágúst 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Verð á Norðursjávarsíld til heitufrystingar og söltunar Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur úkveðið eftirfarandi lágmarksverð á síld, sem veidd er í Norðursjó og landað hér á landi til söltunar og beitufrystingar. Gildir lágmarks- verðið frá og með deginum í dag til 31. desem- öer 1971. Heimilt er fulltrúum í Verðlagsráði að Seeja lágmarksverðinu upp fyrir 15. október og skal þá nýtt lágmarksverð taka gildi frá 1. nóv- ember 1971. út í sjó útum op á vélinni, sem slanga er tengd við. Vinnsluhæfa rækjan flyzt áfram að enda flokkunarrásanna og fellur þar niður í fiskkassa. Vélin afkastar (sorterar) 450—600 kg. á klukkustund. Það er talið að 85% smá- rækjunnar sleppi lifandi í sjóinn miðað við eðlilegan togtíma. Flokkunarvélin er úr áli og ryðfríu stáli og gengur fyrir litlum mótor % ha. (24 volt). Hún er 105 cm. á lengd, 75 cm á breidd og 90 cm. á hæð og vegur 60 kg. Það liggur enn ekki fyrir, hvað vélin muni kosta. Það hafa ekki verið framleiddar enn nema tilraunavélar (prototype) en framleiðendur eru að búa sig undir fjölda- framleiðslu og telja sig geta svarað því innan skamms, hvað söluverð vélarinnar verði. Síld til beitufrystingar, hvert kg .. kr. 10.75 Síld til söltunar, hvert kg ....... — 8.60 Verðið er miðað við, að síldin sé ísuð í kassa. Ekki skal setja meira en 40 kg af síld í hvern kassa. Við síldinni sé tekið samkvæmt mati full- trúa kaupenda við löndun að fulltrúum seljenda viðstöddum. Er heimilt að vega allt að 10. hvern kassa. Meðalvigt þeirra kassa, sem vegnir eru, skal lögð til grundvallar við útreikning heildar- magns. Reykjavík, 11. ágúst 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Verð á Suðvesturlandssíld til beitufrystingar Yfirnefnd Verðlagsráðs sj ávarútvegsins hefur ákveðið, að lágmarksverð á síld, sem heimilt er að veiða fyrir Suður- og Vesturlandi til beitu- frystingar samkvæmt undanþágu Sjávarútvegs- ráðuneytisins frá núgildandi veiðibanni skuli vera hvert kg .................. kr. 8.80 Verðið gildir um það magn, sem heimilt verð- ur að veiða samkvæmt undanþágu ráðuneytisins frá 16. til 31. ágúst 1971. Verðið er miðað við síldina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 24. ágúst 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.