Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 15
ÆGIR 269 vatni. Enda þótt þorskseiða yrði vart við Suður- og Vesturströndina er það fyrst við norðanverða Vestfirði og Norðurland, að magn þeirra verður verulegt. Þar var einnig veruleg magnaukning, er nær dró landi og var ekki óalgengt að 500—5000 seiði veiddust þarna í einnar sjómílu togi. Að frátöldu svæðinu úti fyrir Suðvest- Ur- og Vesturlandi, en þar fundust engin þorskseiði í fyrra, virðist útbreiðslusvæði 0& magn þorskseiðanna nú vera svipað og Þá. Svo virðist því, sem vænta megi nokk- Urrar viðbótar í stofninn frá þessum tveim árgöngum. Ýsa Erfitt er að bera saman magn ýsuseiða í ár og í fyrra þar sem þá náðist ekki að kanna svæðið úti fyrir Suðui-- og Suðaust- urlandi. Fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi var útbreiðsla ýsuseiða svipuð og 1970. Eins og í fyrra varð yfirleitt ekki vart við ýsu í verulegu magni, nema í stöku fjörðum. Ýsan vex tiltölulega ört á fyrsta ári og bendir margt til þess að seiðin séu þegar í ágúst farin að leita botns. Fyrir Suður- landi fundust ýsuseiði á tveim aðskildum svæðum, þ. e. úti af Ingólfshöfða og frá Dyr- hólaey að Reykjanesi. Mest fékkst af seið- um tiltölulega nærri landi, en minna utar. Þá fengust fáein ýsuseiði yfir íslands- Færeyja hryggnum en þau gætu hafa bor- izt þangað með straumi frá Færeyjum. TJt- breiðslusvæði og magn ýsuseiðanna er sýnt á 4. mynd. Lengdardreifing ýsuseiðanna er með S. mynd. Magn og útbreiðslusvæði þorskseiða í júlí-ágúst 1971.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.