Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 13
ÆGIR
267
gerðar um nokkurra ára bil og góður
samanburður hefur fengizt, að hægt verð-
ur að segja með einhverri vissu, hvort
árgangur ákveðinnar fisktegundar þess
árs sem athugun fer fram, sé stór eða lítill,
þ- e. hvers afla megi vænta af honum síð-
ar. Enn sem komið er höfum við aðeins
samanburð við árið í fyrra og teljum okk-
ur því aðeins hafa í höndum vissar vís-
bendingar, án þess að geta fullyrt nokk-
uð.
bóðningarnar
Meirihluti þeirra lóðninga, sem feng-
ust, stafaði af fiskseiðum, en á vissum
hafsvæðum lóðaði einnig verulega á öðr-
um lífverum, svo sem marglyttu og smáu
svifi. Heildarmagn fiskseiða ásamt leiðar-
línum skipanna er sýnt á 1. mynd. Seiða-
lóðningarnar voru flokkaðar eftir ákveðn-
um reglum og þeim gefnar einkunnirnar:
mjög mikið, mikið, sæmilegt, lítið og ekk-
ert (sjá nánari skýringar á 1. mynd).
Af vissum ástæðum var ekki unnt að
flokka þær lóðningar sem fengust í vestan-
verðu Grænlandshafi og við Austur-Græn-
land, en þar lóðaði svo til eingöngu á
karfaseiðum og í verulegu magni. Aðrar
fisklóðningar en seiði koma ekki fram á
1. mynd.
I heild má segja að miklar ungfisk-
lóðningar hafi helzt fengizt á útbreiðslu-
svæði karfans á djúpmiðum fyrir Suður-,
Suðvestur- og Vesturlandi. Einnig lóðaði
talsvert á köflum fyrir Norðurlandi. Ann-
arsstaðar var magnið minna. Úti fyrir
Austfjörðum og austanverðu Norðaustur-
landi voru engin fiskseiði, né heldur að
1S' ^ 10' f
Jar. Mayen
I. MYND
----- EKKERT
LlTID
SCMILEGT
■HWWt MIKID
MJÖG MIKID
o ANTON DOHRN
A Xrni FRIÐRIKSSON
0 BJARNI SCMUNDSSON
• CIROLANA
V G.O.SARS
1. mynd. Lega ísbrúnarinnar, leiðarlínur, togstöðvar og seiðalóðningar í júlí-ágúst 1971.