Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 21

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 21
ÆGIR 347 NÝTT FISKISKIP Hinn 2. okt. sl. afhenti Stál- vík hf. Garðahreppi nýtt 28 brl. rúml. stál-fiskiskip. Skipið er smíðað fyrir Ibsen Angantýsson o. fl. Keflavík og gaf eiginkona Ibsens, frú Hulda Guðmundsdóttir, skipinu nafnið „ÞYTUR KE U“. Skipið er frambyggt, smíðað úr stáli (sjá mynd), er 16 m. langt og 28 brl. að stærð. Skipið var sér- staklega útbúið til rækjuveiða, einnig til línu- og togveiða. Skip- ið er knúið 230 ha. Scania Vabis dieselvél og ganghraði þess reyndist 10 sjómílur í reynsluför. Skipið er sérstaklega vel útbúið af öllum siglinga- og fiskleitartækjum og má t. d. nefna fiskleitartæki frá Simrad og Taiyo. Sjálfvirka miðunarstöð af nýrri gerð, sjálfstýringu, talstöð og 48 sjóm. Terma radar. Sú nýjung er í þessu skipi, að hægt er að stjórna öllum vindum úr stýrishúsi. Þá er hreyfanlegur toggálgi aftast á skip- inu, sem má stilla í afstöðu með háþrýsti- vökva. Skipið teiknaði yfirtæknifræðingur skipastöðvarinnar Bolli Magnússon. Ægir óskar eigendum til hamingju með hið nýja skip. ALLIR SJÓMENN, ELDRI OG YNGRI, ÞURFA AÐ EIGNAST BÓKINA EMSK LESTRARBÓK handa sjjómönnum Þar er að finna ensk heiti á öllum hlutum á skipi og í dokk. Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn í erlendum höfnum. BÓKAVERZLUN ISAFOLDAR. | 1~\ rit Fiskifélags Islands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er Í /X* * I II r\ kringum 400 síður og kostar 300 kr. Gjalddagi er L júlí. Afgreiðslu- * 1 X sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í ísafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.