Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1974, Qupperneq 6

Ægir - 01.02.1974, Qupperneq 6
En burt séð frá þessu, og í samræmi við gamla hefð, mun ég í þessari greinargerð að- eins ræða um útgerð og afkomu hinna stærri togara. Sú mikla tæknilega breyting, sem rætt er hér um að framan, hefir sagt mjög til sín innan vébanda F. í. B. Eins og kunnugt er, eignuðust íslendingar engan nýjan, stóran tog- ara frá árinu 1960 til ársins 1972. Árið 1960 voru togarar alls 47, en vegna gífurlegs afla- samdráttar, sem þá þegar var farinn að segja til sín, og fór vaxandi næstu árin, fækkaði togurum í rekstri mjög ört, og voru þeir orðn- ir aðeins 22 í árslok 1966. Voru það allt síðu- togarar, ýmist dieselskip eða gufuskip. Þessi tala hélzt fram á árið 1972, er aflarýrnun, dýrtíð og e. t. v. ekki sízt hár aldur margra togara tók að segja til sín, en þó mest á ár- inu 1973, er þessum eldri togurum fækkaði mjög mikið. Nú um áramótin voru gerðir út aðeins 6 gufutogarar, og að auki lá einn í prýðilegu standi, sem hægt væri að gera út áfram, ef hægt væri að leysa mannaflavandamál hans. Hætt er útgerð allra elztu dieseltogaranna, en 5 hinna nýrri eru enn gerðir út, ágæt skip, sem vafalaust eiga enn langa útgerðarsögu fyrir höndum. Einum hinna nýrri dieselskipa, b/v Sigurði, er nú verið að breyta í nótarveiðiskip og er allt óráðið enn, hvort togveiðar verða stundaðar á honum í framtíðinni. Þannig er nú aðeins 11 af hinum eldri tog- urum haldið út til togveiða. Enn er óvíst um framhald á útgerð gufutogaranna, en þó er vitað að a. m. k. einum verður lagt nú í jan- úar. í stað hinna eldri togara hafa þegar komið 9 skuttogarar, ef b/v Sólbakur á Akureyri er talinn með. Af þeim eru 5 nýsmíðaðir fyrir íslendinga, en 4 keyptir notaðir, en þó nýlegir. Enn eru ókomnir til landsins 8 nýir skuttog- arar af stærri gerð, 5 smíðaðir í Póllandi og 3 á Spáni. Hinn fyrsti mun koma núna í febrú- armánuði, en hinir síðan hver af öðrum, flestir fyrir mitt ár. Verða þá skuttogarar innan F. í. B. 17, ef Sólbakur er talinn með, en hann er innan við 500 brúttó rúmlestir, og ætti því að teljast með hinum minni skuttog- urum. í framhaldi af þessu má svo geta þess, að keyptir hafa verið eða samið um smíði á 27 minni skuttogurum auk nokkurra, sem keyptir hafa verið notaðir, en nýlegir. Þegar allt er meðtalið verða skuttogarar alls um 50 talsins. Ef litið er á rekstur s. 1. árs kemur í ljós, að afkoma bæði síðutogara og skuttogara hef- ir verið mjög slæm. Aflabrögð miðuð við sókn hafa enn dregizt saman fjórða árið í röð. Þann- ig minnkaði afli á togtíma um tæp 9% frá árinu á undan. Ber í þessu sambandi að líta á það, að 1973 eru 4 skuttogarar gerðir út allt árið og 3 að hluta, og er það miklu hærra hlutfall en árið á undan. Telja verður að af- köst skuttogara séu talsvert meiri en síðutog- ara, bæði vegna stærðar þeirra og tæknibún- aðar og einnig þess, að auðveldara er að ráða menn á þessi nýju og fullkomnu skip en þau, sem eldri eru. Halli á rekstri allra togaranna hefir reynst mjög mikill. Ein skýringin er sú, að á árinu var verkfall frá 22. janúar til 22. marz. Olli það þungum búsifjum, auk þess sem laun hækkuðu. Fyrir skuttogara var s. 1. ár að mestu reynsluár, bæði að því leyti að skips- hafnir þurftu að þjálfast og að af þurfti að sníða ýmsa galla og endurbæta sumt af bún- aði skipanna. Gera menn sér vonir um að reynslan verði betri að þessu leyti á nýbyrj- uðu ári. Enn liggja ekki fyrir uppgjör á skip- unum, en því er spáð, að síðutogararnir tapi afskriftum, þegar taldar hafa verið til tekna bætur úr Aflatryggingasjóði, að upphæð um 35 millj. kr., og framlög ríkissjóðs að upp- hæð 65 millj. kr. Rekstrartöp skuttogaranna eru að miklum mun erfiðari viðfangs m. a. vegna þess, að fram að þessu hefir með öllu verið synjað fyrir nokkurn opinberan stuðning við þá. Sér- stök nefnd á vegum sjávarútvegsráðuneytisins vinnur nú að rannsókn á afkomu skuttogar- anna og ber að gera tillögur um það, hvernig þeim skuli skapaður rekstrargrundvöllur. Störf þessarar nefndar eru töluvert komið áleiðis, er þetta er ritað, en ekki er tímabært að skýra frá þeim. Aðeins skal hér látin í ljós sú von, að nefndin geti bent á úrræði til að skapa rekstrargrundvöll og að farið verði að ráðum hennar. Þess er að vænta að sum þau úrræði geti einnig átt við um hina eldri tog- ara, sem áfram verða reknir. í þessu sambandi ber að leggja áherzlu á nauðsyn þess, að launakjör verði samræmd á öllum fiskiskipaflotanum. Nú er verið að semja í fyrsta skipti um laun sjómanna á hinum minni togurum. Allir 22 — Æ GIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.