Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 10
Nókkur atriði um ioðnu og loðnuframleiðslu í Kanada og Nýfundnalandi Nýfundnalandsmenn og Kanadamenn hafa nú uppi miklar ráðagerðir til að veiða og hag- nýta loðnu við strendur landa sinna. í þvi skyni hafa þeir efnt til samvinnu og sam- starfs margra stofnana, sem vinna að f-'sk- veiðimálum, og tekur áætlunargerðin til allra greina framleiðslunnar, það er hagkvæmustu veiðiaðferðanna, vinnslunnar og markaðanna, samhliða ýtarlegri rannsókn á loðnustofninum og þoli hans. Þeir hafa þegar gefið út bækling um hvern- ig málin standa nú (Interim Program Report). Hann er skrifaður af vísindamönnum hinna ýmsu stofnana og ekki í samfelldu máli, svo að efnið verður dálítið tætingslegt og hinum ýmsu þáttum gerð misjöfn skil. Loðnan við strendur þessara landa er bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi norðanverðu og þá við strendur Labrador, Nýfundnalands og Mainflóans. Við strendur Nýfundnalands hrygnir loðnan í júní og júlí; þegar sjávarhitinn er um 5-8° gráður á Celsíus. Áður en hrygning fer fram virðist karlloðnan halda sig fast við strönd- ina, en kvenloðna dýpra eða 30-40 metra und- an ströndinni. Þegar komið er að hrygning- unni færir kvenloðnan sig fast upp að strönd- inni og hrygnir þar, en færir sig síðan aftur dýpra, þegar hrygningu er lokið. Meðan hrygn- ingin fer fram eru loðnurnar gjarnan þrjár í hóp, og þá tvær karlkyns en ein kvenkyns. Það getur verið að loðnan verði kynþroska á öðru ári, en venjulega samanstendur hrygn- ingastofninn mest af þriggja til fjögra ára loðnu, enda þótt í hrygningarstofninum sé einnig að finna 5 ára loðnu. Mest af karl- loðnunni deyr að lokinni hrygningu, en þó getur verið að eitthvað af henni lifi aðra hrygningu. Það lifir hlutfallslega miklu meira af kvenloðnunni til næsta árs, og líklegt er að eitthvað af kvenloðnu lifi þrjú hrygningar- tímabil. Stór kvenloðna hrygnir allt að 50 þús. eggjum sem klekjast svo á um það bil tveim- ur vikum við 10° hita á C. Á fyrsta vetri eftir klakið ná lirfurnar 1-1 y2 þumlungs lengd og árs gamlar eru þær að meðallengd þrír þum- lungar. Vaxtarhraðinn er mestur fyrstu tvö árin en síðan smádregur úr honum, þar til hann er vart merkjanlegur á fimmta árinu. Heppilegar veiðiaðferðir á þessum slóðum. Eins og áður segir, er í áætluninni gert ráð fyrir að jafnframt loðnurannsóknunum sé leit- að eftir heppilegustu veiðiaðferðunum. Rann- sóknarmönnum virtist sem 58 feta frambyggð- ur bátur með 350 hestafla vél, sem þeir fengu til veiðanna væri mjög hagkvæmt veið:skip, þegar um loðnu nærri landi væri að ræða. Bát- urinn var útbúinn netatrommu og veiðarfærið var miðsævarvarpa. Þriggja manna áhöfn nægði á bátinn. Einnig reyndist vel að nota litla tvílembinga með hringnót. Stærstu köstin hjá þessum veiðiskipum voru náttúrlega ekki beysin, 20- 30 tonn, enda loðnan ætluð mest til manneldis, og einnig var verið, sem áður segir, að leita eftir hagkvæmustu útgerðinni en ekki endilega þeirra afkastamestu og mættu margir af því læra. Loðnurannsóknirnar. Loðnurannsóknirnar fóru fram með hinum venjulega hætti. Reynt var að gera sér grein fyrir stærð og samsetningu stofnsins og reyna þá um leið að finna orsakir til breytinga í stofninum og jafnframt að leita eftir megin- líffræðilegum atriðum í lífi fisksins og stofns- ins í heild. Þegar um er að ræða líffræðilegar rannsóknir af ofannefndu tagi, einhverrar ákveðinnar fisktegundar, þá verður vísinda- 26 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.