Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 7

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 7
þeir margir eða flestir fá að ráða nokkru um gerð veiðarfæranna, sem þeir notuðu, og töldu sig hafa til þess beztar aðstæður, ef veiðar- færin væru unnin hér innanlands. Síðan voru ýmsar almennar ástæður sem ýttu undir þessa þjóðhollu menn, svo sem gjaldeyrisskortur, sem alltaf hrjáði þjóðina, °g um þessar mundir mikið atvinnuleysi. Það var einnig veigamikil röksemd, að þær þjóðir, sem við keyptum af veiðarfærin fullunnin urðu að flytja inn hráefni til vinnslunnar frá fjarlægum Asíu- og Afríkuþjóðum. Hráefnið gat þvi ekki orðið okkur dýrara en þeim. Ekki tókst nú Guðmundi S. að telja neina verulega fjársterka menn á sitt mál. Hlut- hafarnir voru að vísu allir fremur tekjuháir eftir því sem þá gerðist, en þeir voru allir enn á þeim aldri, að þeir voru sjálfir að búa um sig og sína og höfðu því ekki neitt af- |ögu. En þetta einvala lið að traustleika reynd- lst Hampiðjunni betur en þó að meir hefði komið inn af peningum í stofnsjóðinn. Pening- ar eyðast en manngildið ekki. hað var strax hafizt handa eftir stofnfund- lnn 5. apríl 1934, og um mitt sumar var byrj- að á byggingunni, sem Hampiðjumenn höfðu yfirumsjón með sjálfir, — á 1800 fermetra lóð, sem borgin úthlutaði þeim af rausnar- skap við Stakkholt. Húsið skyldi vera 420 fer- metra skáli. 1 ferð sinni 1933 hafði Guðmundur gert samning um vélakaup við James Mackie & Sons í Belfast og vélarnar komu um leið og húsið reis af grunni. Þessar fyrstu vélar voru kembivél, spunavél, tvinningarvél, lóskurðar- vel og hnotuvél og þeim fylgjandi könnur og spólur. Maður var sendur frá fyrirtækinu í Belfast til að sjá um uppsetningu vélanna, asamt þeim Guðmundi framkvæmdastjóra og Jóni Guðlaugssyni, verkstjóra, sem var einn af hluthöfunum og verkstjóri Hampiðjunnar til 1944, að hann hvarf af landi brott. Jón var ttfsjónarsamur og laginn og hinn traustasti maður og telja Hampiðjumenn hans hlut ekki htinn í sögu fyrirtækisins. Byggingaverð hússins varð 33 þús. krónur, og það er til marks um, hversu vel hefur verið unnið að hyggingunni, að brunabótamatið var 62 þús. krónur. Kaupverð vélanna var 56 þús. kr., en kostnaðarverð þeirra uppsettra 80 þús. kr. Hlutaféð var því horfið og vel það, þegar framleiðslan hófst í ársbyrjun 1935, en fyrstu vorurnar komu á markaðinn 3. janúar það ár. Frumbýlingsárin í kreppunni. Garnið líkaði strax vel, en erfiðleikarnir létu ekki á sér standa. Útgerðarmenn voru margir búnir að ráðstafa kaupum sínum fyrir vertíð- ina, og það stóð yfir langvinnt hásetaverkfall um þessar mundir og dró það úr kaupum á vör- um þessa frumbýlings. Það voru þó framleidd 119 tonn af garni þetta ár, og rekstrarhagnað- ur varð nokkur, en vegna þess, sem áður segir að hlutaféð rann allt í stofnkostnaðinn og meira til, var rekstrarfjárskortur orðinn til- finnanlegur. Lánsfé lá ekki á lausu á þessum hallærisárum — í miðri kreppunni, hérlendis a. m. k., — og þá ekki um annað að ræða fyrir hluthafana en leggja fram fé úr eigin vasa, og juku þeir hlutafjárframlög sín um þriðj- ung. Hampiðjumenn lögðu framan af enga áherzlu á að fjölga hluthöfum, og óttuðust að þá kynni að koma brotalöm í þann einhug, sem ríkti með hinum fámenna en samtaka hópi stofnendanna. Þetta hefur reynzt farsæl stefna fyrir fyrirtækið og innbyrðisátök aldrei verið því fjötur um fót. Á þessu starfsári Hampiðjunnar, kom það á daginn, sem er síðari tíma mönnum nokkur ráðgáta, en það var, að stjórnvöld, sem voru einmitt á þessum kreppuárum, að reyna með ýmsu móti að efla innlendan iðnað til að bæta úr atvinnuleysi og gjaldeyrisskorti, höfðu lít- inn skilning, eða að minnsta kosti virtist svo í verki, á því, að vernda þyrfti til að byrja með starfsemi Hampiðjunnar. í tillögum Skipulagsnefndar atvinnuveganna til Al- þingis 1935, lenti Hampiðjan utangarðs og hefur verið æ síðan. Ýmiskonar iðn- aður, misjafnlega fallinn til þjóðþrifa, var verndaður með háum tollum eða höml- um á samkeppnisinnflutningi —• en ekki veiðarfæraiðnaðurinn, sem átti þó að tryggja öryggi útflutningsatvinnuvegarins. Hér kann og nokkru að hafa ráðið um, að málið var ekki fast sótt af hálfu Hampiðjunnar. „Vernd“ eða „opinber styrkur", var ekki fyllilega að skapi Hampiðjumanna, eins og glöggt má skilja af hluthafalistanum. Sú afstaða stjórnvalda að láta veiðarfæra- iðnaðinn bjargast sem mest af sjálfum sér, var rökstudd með því, að sjávarútvegurinn gæti ekki tekið á sig verndartoll til styrktar Æ GI R — 143

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.