Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 13
veiðarfæri og nota það gjald til styrktar inn- lenda veiðarfæraiðnaðinum, kom aldeilis hljóð ur horni og nú má segja að fyrir alvöru hæfist ..nótt hinna löngu hnífa“. Stjórnarandstaðan lagðist náttúrlega gegn frumvarpinu, svo sem lenzka er, en við það bættist, að stjórnarþingmenn úr röðum sjávarútvegsmanna slógu fast í borðið og sögðu að þetta skyldi aldrei verða. Utan þings var þó gerð harðari hríð að Hampiðjunni. í umræðunum á Alþingi um verðjöfnunarfrumvarpið bar á góma innflútn- ■ngshöft á veiðarfærum. Þá tók nú í hnjúk- ana- Ekki höfðu þau orð fyrr verið töluð, en þau höfðu verið flutt skipstjórunum út á mið- ln og 19 togaraskipstjórar biðu þess ekki að komast í land og kynna sér málin, heldur sendu frá sér yfirlýsingu þannig orðaða, að hún verkaði sem bein árás á Hampiðjuna. Hampiðjuframleiðslunni var borin illa sagan, en ákveðin erlend framleiðsla á sömu vöru lofuð, og væru Hampiðjuvörurnar ekki aðeins lélegri heldur og miklu dýrari. Enn mátti Hampiðjan fara af stað og biðja Urn hlutlaust gæðamat, og var það framkvæmt Rannsóknarstofnun iðnaðarins. Það leiddi ] Ijós sem fyrr yfirburði Hampiðjugarnsins 1 átaksstyrkleika og slitþoli. Af þessum gæðamun leiddi náttúrlega nokk- urn verðmun, en fleira kom þar til sem fyrr. í desember 1962 skrifaði Már Elísson núverandi fiskimálastjóri grein í dagblaðið Vísi, þar sem hann sannaði, að um undirboð (dumping) væri að ræða á veiðarfæramarkaðnum hérlendis. Forstjóri Hampiðjunnar sýndi fram á það sama í nokkrum blaðagreinum árið 1965. f’etta átti enn við á árinu 1967 að dómi Hampiðjumanna og einnig margra hlutlausra aðila. Þegar um harðvítuga samkeppni er að ræða getur verið erfitt að gera sér fulla grein fyrir af hverju verðmunur stafar. Þeir aðilar, sem bolmagn hafa til þess að þrýsta niður verði með undirboðum, gera það gjarnan, og yr það ekki ásökunarefni, en það getur bitnað dla á þeim, sem höllum fæti standa og mjög erfitt að festa hendur á slíku. Hýr framhaldsþáttur. Meðan þessi orusta stóð sem áköfust á fyrri hluta ársins 1967 var Hampiðjan að prófa ný]a framleiðslu í hinum nýju vélum sínum. Þær tilraunir lánuðust og sú framleiðsla varð fyrirtækinu til bjargar, þegar annað brást. Hampiðjumönnum tókst að framleiða fiski- línur úr gerviefnum, treviraþræði, og þessi lína sökk eins vel og sísallínan, auk þess sem hún var sterkari og endingarbetri. Sjómönn- um féll fljótlega mjög vel við línuna, og það hjálpaði ekki lítið til að koma henni fljótt í gagnið, að mikill línuútgerðarmaður á Vest- fjörðum, Einar Guðfinnsson, tók strax til að nota hana alfarið og lét formenn sína gera ýtarlegan samanburð á henni og eldri gerðum fiskilínu. Á 40 ára afmælinu. Nú þegar Hampiðjan er 40 ára, þá njóta Hampiðjuvörurnar vinsælda á íslenzka veiðar- færamarkaðnum, og miklir möguleikar blasa við í útfiutningi og aukinni fjölbreytni fram- leiðslunnar. Á síðastliðnu ári var svo komið að tæplega Upp úr kælibaðinu koma þræðinrnir 50° heit- ir og fara inn á teygingarvalsana. Æ GIR — 149

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.