Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 32

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 32
NÝ FISKISKIP Sturlaugur II ÁR 7 21. febrúar afhenti Skipa- smíðastöð Marsellíusar Bern- harðssonar h.f., ísafirði, ný- smíði nr. 49, 138 brl. stálfiski- skip, sem ber nafnið Sturlaug- ur II ÁR 7. Eigandi skipsins er Guðni Sturlaugsson h.f., Þor- lákshöfn. Skipið er með eitt þilfar stafna á milli, hvalbak að framan og þilfarshús og brú að aftan. Sex vatnsþétt þil skipta skipinu undir aðalþil- fari í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki; veiða- færageymsla með botngeym- um fyrir ferskvatn þar undir; asdikklefi og brennsluolíu- geymar (hágeymar í síðum); fiskilest; vélarúm með brennsluolíugeymum í síðum; íbúðir afturskips og skuthylki fyrir brennsluolíu. Keðjukass- ar eru aftast undir netalest. í hvalbak er geymsla, línu- balakælir (beitufrystir) og salerni. Vistarverur í þilfars- húsi liggja að bakborðssíðu, en stjórnborðsmegin og aftan við vistarverur er lokaður gangur fyrir beitingaraðstöðu. í þilfarshúsi er borðsalur, eld- hús, matvælakæliklefi, skip- stjóraklefi, 4ra manna klefi, þvottaklefi, salerni og vélar- reisn. I afturskipi undir þil- fari (káetu) eru tveir 2ja manna og einn 3ja manna klefi. Á bátaþilfari er stýrishús og kortaklefi. Aðalvél er Caterpillar, gerð D 398 TA, 750 hö við 1225 sn/mín. Vélin tengist gegnum kúpplingu niðurfærslugír og skiptiskrúfubúnaði af gerðinni Ullstein 110 GSC. Niðurfærsla á gír er 3:1 og skrúfa er 3ja blaða með 1700 mm þvermáli. Utan um skrúfu er skrúfu- hringur frá Stálsmiðjunni h.f. Hjálparvélar eru sömuleið- is frá Caterpillar gerð D 330 NA, 67 hö. við 1500 sn/mín. Við hvora vél er DAE rafall, gerð GA 4.445, 45 KVA, 3 X 220 V, 50 Hz. Stýrisvél er raf- stýrð, vökvaknúin frá Ten- fjord, gerð L 115. Hydrofor- kerfi, bæði sjó- og ferskvatns-, er frá Bryne Mek. Verksted. Vistarverur eru hitaðar upp með rafmagnsofnum. Vindubúnaður er vökvaknú- inn (háþrýstikerfi) frá Rapp. Togvindur eru tvær (split- vindur) af gerðinni TWS-1200, staðsettar fram við hvalbaks- þil. Hvor vinda hefur eina tromlu sem tekur um 820 faðma af 214" vír. Línuvinda er af gerðinni LS 360, losun- ar- og akkerisvinda er ALW 300 og bómuvinda BW 80. Aft- ur á bátaþilfari er lítil bóma og þar er einnig koppavinda, gerð NSW 301. Þá er skipið búið kraftblökk og fiskdælu, gerð U 700. Aðalvél drífur 2 tvöfaldar Vickers háþrýsti- dælur fyrir vindubúnað. Á annarri hjálparvélinni er auk þess ein tvöföld Vickers dæla. Togvindum má stjórna bæði frá brú og aftur á bátaþilfari. Togbúnaður er gerður fyrir skuttog, innbyrt á síðu. Fiskilest er einangruð með polyurethan og klædd með 3ja mm stálplötum. Uppstilling er úr áli. Kæling er í lest og eru kælileiðslur í lofti lestar. Kæli- þjappa fyrir lestarkælingu er frá Bock & Co., kælimiðill Fre- on 12. Sjálfstæðar kæliþjöppur eru fyrir matvælakæli og línu- balakæli og eru þær einnig frá Bock & Co. Helztu tæki í stýrishúsi og kortaklefa eru: Ratsjá: Furuno FRC 40, 64 sml. Miðunarstöð: Koden KS 510. Loran: Furuno LT 2. Sjálfstýring: Decca 450 M. Dýptarmælir: Furuno FUV 11. Asdik: Simrad SB 2. Netsjá: Simrad FL, þráðlaus. Talstöð: Sailor T 122/R 105, 400 W, S. S. B. Örbylgjustöð: Storno. Skipstjóri á Sturlaugi II ÁR 7 er Guðni Sturlaugsson og er hann jafnframt fram- kvæmdastjóri útgerðar, en 1- vélstjóri er Valdimar Karls- son. Ægir óskar eigendum svo og áhöfn til hamingju með skipið. Myndin á forsíðu er af Sturlaugi II. Rúmlestatala ..................... 138 brl. Mesta lengd .................... 30.84 m Lengd milli lóðlína ............ 27,10 m Breidd (mótuð)................... 6,70 m Dýpt (mótuð) .................... 3,35 m Lestarrými ................... ca. 155 m3 Brennsluolíugeymar ................. 22 m3 Ferskvatnsgeymar .................. 10 m3 Ganghraði (venjulegur) ........ ca. 12 hn. 160 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.