Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 8
innlenda veiðarfæraiðnaðinum. Það virtist ekki hvarfla að neinum að létta þá í staðinn einhverjum öðrum kvöðum af sjávarútvegin- um, né heldur, að þjóðin öll tæki á sig byrði til verndar þessum þjóðþrifaiðnaði, líkt og hún varð að bera verndartolla fyrir flestar aðrar iðngreinar, sem þá var verið að efna til. Verndartollar eru náttúrlega umdeilanlegir og geta orðið og hafa reyndar verið á sumum sviðum — beinlínis þjóðhættulegir, ef þeir eru háir og langvarandi. Það eru þó allir sammála um, að í vissum tilvikum, svo sem þegar ör- yggi annarra aðalatvinnuvega krefst þess, og þá kannski jafnframt atvinnuástand í land- inu, sé óumdeilanlega rétt að vernda byrjandi iðngreinar með verndartollum, og við höfum látið okkur hafa það að vernda sumar iðn- greinar með 100% verndartollum og aðrar með algeru banni við samkeppnisinnflutningi — en aldrei þessa mikilsverðu iðngrein — veiðarfæraiðnaðinn. Þessi stefna leiddi smám- saman til þess, að veiðarfæraiðnaðurinn í land- inu veslaðist upp, og loks var Hampiðjan ein eftir. Á síðari helmingi fyrsta starfsársins (1935) tvöfaldaðist verðlag á hampi og bætti það ekki úr rekstrarfjárskortinum hjá þessu unga fyrirtæki, sem litlar átti birgðirnar. Það varð þó heldur hagnaður 1936 og arður, sem venja hefur verið, hafi hann verið umfram venju- lega bankavexti, var lagður í varasjóð. Á þriðja starfsárinu (1937) tapaði fyrir- tækið 10 þús. krónum á lánum til útgerðar- innar og kom það illa við fyrirtækið. Þetta ár var fyrirtækinu synjað um gjald- eyri til kaupa á vélum til að vinna úr mjúk- trefjahampi. Á næsta ári (1938) hóf Hamp- iðjan sjálf uppsetningu varpna og hnýtingu þeirra, en þess hafði ekki verið þörf fyrr vegna þess, að hér voru netastofur fyrir, sem gátu annast það verk, en þær voru nú að hætta um þessar mundir. Margir voru ekki aðeins áhugalausir um starfsemi Hampiðjunnar á þessum fyrstu ár um heldur einnig mjög andsnúnir henni og börðust gegn starfseminni. Slíkir aðilar skrif- uðu stjórnarvöldunum bréf og sögðu, að „tvinni sá, sem snúinn er hér á landi, er mun dýrari en sá erlendi .... ennfremur er innlendi tvinninn mjög mikið lakari en hinn . ... “ og því var svo haldið fram, að skipstjórar teldu að af því hlytist stórfellt aflatjón, ef Hampiðjutvinninn væri notaður. Hampiðjan leiddi strax gagnvitni, mörg og merk, og eyddist þetta mál fyrir andstæðing- um Hampiðjunnar, en síðar hafa nokkur él af þessu tagi gengið yfir og sum anzi grimm. En það er nú svo um él, að ef menn kelur ekki til óbóta eða þeir verða ekki úti, þá getaél verið hressandi og hreinsað andrúmsloftið og örvað blóðrásina. Sú varð raunin á hjá Hampiðjunni, að þau gerningaél, sem henni voru gerð, blésu nýjum krafti í starfsemina og þjöppuðu Hamp- iðjumönnum saman enn meir en áður var. Þessari orrahríð lauk þannig, að Hampiðj- an styrktist, og svo mátti heita, að innflutning- ur fullbúinna varpna væri enginn orðinn síð- ustu tvö árin fyrir stríð. Stríðsárin Það byrjaði ekki björgulega fyrir Hampiðj- unni, þegar stríðið skall á. Hampiðjumenn sáu eins og fleiri framsýnir menn, hvert stefndi á árinu 1939, en sökum gjaldeyrisörðugleika, sem þjóðin átti þá við að stríða, gátu þeir ekki birgt sig upp, eins og þeir töldu æskilegt. Samt áttu þeir pöntuð 70 tonn af hampi í Noregi, en sú pöntun lokaðist inni. Hún var greidd og því allt útlit fyrir mikið fjárhagslegt tjón, en það tókst um síðir að selja hampinn til Svíþjóðar. En þó að fyrirtækið slyppi þarna nokkurn veginn sæmilega fjárhagslega, þá var þessi missir mjög bagalegur fyrir starfsemina og við bætist svo, að vegna gjaldeyrisörðug- leika gat Hampiðjan ekki staðið við ýmsar skuldbindingar sínar, svo sem greiðslu víxla við ýms erlend fyrirtæki, sem hún skipti við, og þetta olli örlagaríkum drætti á afgreiðslu. Pantanir fengust ekki afgreiddar í Bretlandi og fyrirtækið varð síðar að kaupa þær á uppsprengdu verði, því að hækkun á hampi nam allt að 200% strax í stríðsbyrjun. Hið hækkaða fiskverð í stríðsbyrjun hleypti auknu lífi í útgerðina og þörfin fyrir veiðar- færi jókst ekki sízt á vörpum, því að bátar voru um þetta leyti farnir að stunda togveiðar í auknum mæli. Hampiðjan annaði naumast eftirspurninni fyrsta stríðsárið (1940) og var þó unnið tvöfalt meira en árið á undan, enda sá Hampiðjan nálega öllum togveiðiflotanum fyrir botnvörpum. Vinnuaflsskorturinn fór fljótlega að segja til sín, þegar hernámsvinnan jókst og hvarf 144 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.