Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 5
EFNISYFIRUT: Innlendur veiðarfæraiðn- aður 141 • Ásgeir Jakobsson: Hampiðjan 40 ára 142 • Útgerð og aflabrögð 152 • Piskaflinn í september 1973 og 1972 158 Erlendar fréttir: Aflamagn og aflaverð- mæti jókst hjá Dönum 1973 157 Nýtt fiskiskip: Sturlaugur II. ÁR 7 160 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG fSLANDS HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI SfMI 10500 RITSTJÓRN : MÁR ELlSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: (SAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 67.ÁRG. 8.TBL. 1. JÚNÍ 1974 Innlendur veiðarfæraiðnaður Tvær heimsstyrjaldir og olíukreppan á síðastliðnu ári ætti að hafa fært okkur ís- lendingum heim sanninn um það, að hér sé nauðsyn inn- lends veiðarfæraiðnaðar. Það er of mikið í húfi til þess að hægt sé að láta reka á reiðan- um í þessum efnum. Það er einnig eðlilegt að hjá fisk- veiðiþjóð sé veiðarfæragerð í sem nánustum tengslum við fiskimennina og útgerðar- mennina, og hún nái með því að þróast á þann hátt, að hún sé í samræmi við óskir þess- ara aðila. Það er ævinlega um einhver sératriði að ræða í sambandi við veiðarfæri hjá flestum eða öllum fiskveiði- þjóðum, og ráða því aðstæður og venjur, og þess vegna eru tengsl milli veiðarfæragerðar eins lands og fiskimannanna nauðsynleg. Álag á okkar veiðislóðum er mikið á veiðar- færum vegna veðurlags og botnlags og harðrar sóknar. Á það má til dæmis benda, sem dæmi, að við leggjum línu með miklum hraða, enda róið með mjög langa línu hér við land. Ef mikið flot var í lín- unni, flaut hún ofaná langar leiðir aftur af skipinu og fugl- inn hirti af henni beitu, auk ýmissa fleiri ókosta við að lín- an komst ekki fyrr en seint og um síðir í botninn. Það kom í hlut innlendu veiðarfæra- gerðarinnar að leysa þetta sér- vandamál. Af sögu Hampiðjunnar, sem hér er rakin í blaðinu, að dæma, virðist innlend veiðar- færagerð ekki þurfa á vernd- artollum að halda, en hinsveg- ar réttri gengisskráningu, eins og reyndar sjávarútveg- urinn sjálfur og sýnist því eðlilegt á ýmsan hátt, að veiðarfæragerðin sitji ævin- lega við sama borð í allri fyr- irgreiðslu og sjávarútvegur- inn, sem hún á að þjóna. Samkeppni má með engu móti leggjast af, en sam- keppnisaðstaðan verður að vera sem jöfnust. Það verður að fylgjast nákvæmlega með því af hlutlausum aðila, að ekki sé um undirboð fjár- sterkra erlendra fyrirtækja að ræða til að vinna markaði, og eins því, að innlenda fyrirtæk- ið eða fyrirtækin búi við nægj- anlega innflutningssamkeppni til þess að gæði vörunnar haldist sem bezt. Þetta á vita- skuld ekki aðeins við veiðar- færaiðnaðinum innlenda, held- ur allan innlendan iðnað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.