Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 29
erlendar fréttir
Aflamagn og aflaverðmæti
jókst hjá Dönum 1973
Samkvæmt yfirliti í „Dansk Fiskeri Ti-
dende“ hefur heildarafli Dana af fiski, krabba-
dýrum og skelfiski aukizt frá árinu 1972 um
23 þús tonn og að verðmæti um 290 millj.
danskra króna. Heildaraflinn var s.l. ár 1
milljón 442 þús. tonn og heildarverðmætið
1 milljarður 278 millj. d. kr.
Hluti fisks, sem fór til neyzlu, var minni en
arið áður og var samtals 248 þús. tonn, að
verðmæti 753 milljónir króna, og var magnið
46 þús. tonnum minna en árið áður en verð-
mætið hinsvegar 56 milljónum meira. Hluti
neyzlufisks í afla Dana hefur farið stöðugt
minnkandi á undanförnum árum. Orsökin til
þessa er aðallega minni þorskfisksveiði en
þorskaflinn var 16 þús. tonnum minni en 1972.
Verðmæti þorskaflans varð þó hærra 1973,
vegna um það bil 29% verðhækkunar og nam
heildaraukningin í verðmæti þorskfisks um 40
milljónum d. kr. Heildaraflamagn af þorsk-
fiski 1973 var 137 þús. tonn að verðmæti 137
millj. króna. Það voru veiðarnar á þorskfiski
1 Norðursjó, sem brugðust og orsökuðu þessa
^oinnkun á heildarafla.
Skarkolinn er aðalneyzlufiskurinn, og af
honum veiddust 38 þús. tonn að verðmæti 149
^hUjónir kr. og er það verðmætisaukning frá
fyrra ári, sem nemur 23 millj. en aflamagnið
minnkaði um 8 þús. tonn, Það var einnig veitt
minna af síld til neyzlu en 1972 eða 24 þús.
tonn á móti 32 þús. en verðmætið jókst úr
35 millj. í 37 millj. 1973. Það var meira veitt
af síld til neyzlu í Norðursjó og við Skagerak
en 1972 en minna í Kattegat og Limafirðinum.
Danir veiddu svo 3427 tonn af ál fyrir 57 millj.
og 1200 tonn af flyðru fyrir 22 millj. Laxveið-
arnar við Borgundarhólm voru að magni svip-
aðar eða um 950 tonn hvort árið, en verðmætið
minnkaði heldur vegna verðlækkunar á árinu.
Laxveiðarnar við Norður-Noreg gengu heldur
betur 1973 eða um það bil 50 tonna aukning
á magni, en verðmætisaukning ca. 3,2 millj.
Það er ekki vitað enn nákvæmlega um heild-
arárangurinn af laxveiðunum við Grænland, en
1972 veiddu Danir þar 360 tonn að verðmæti
7,6 milljónir króna. Humarveiðar og rækju-
veiðar á djúpmiðum gengu heldur saman 1973
og var verðmæti humarsins 5,7 millj. en rækj-
unnar 12,2 millj.
1. millj. 163 þús tonn fóru svo í bræðslu
(industrifisk) og var verðmæti þess afla 521
milljón króna. Um það bil 76% af bræðslufisk-
inum var veiddur í Norðursjónum og þar hafði
aflamagnið til bræðslu heldur minnkað en
aftur á móti aukizt í Kattegat og við Skage-
rak.
Útlendingar hafa landað miklum afla í Dan-
mörku 1973 eins og undanfarin ár og aðallega
í þremur bæjum, Skagen, Hirtshals og Hanst-
holm. Heildarlöndunarmagn útlendinganna
var 174 þús. tonn að verðmæti 253 millj. króna.
Aflamagn þeirra jókst um 13 þús. tonnogverð-
mætið um 89 milljónir. Mest af afla útlend-
inganna fór til manneldis eða 109 þús tonn.
ÞEIR FISKA
SEM RÓA MEÐ VEIÐARFÆRIN FRA
SKAGFJÖRÐ
ÆGIR — 157