Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 23

Ægir - 01.06.1974, Blaðsíða 23
netum, nema á grundvelli hagstæðra samn- inga við Japani um vélar, tækniaðstoð og jafn- vel hráefnakaup. Hampiðjan hefur um nokk- urt skeið staðið í sambandi við japanska aðila um þessi mál og er þess vænzt, að bráðlega verði tekin ákvörðun um, hvort hyggilegt sé að hefja slíka framleiðslu. Þó að mikill uggur gripi menn í báðum styrjöldunum um veiðarfæraskort hérlendis, þá nægði sú reynsla ekki til þess, að menn teggðust á eitt til að efla innlenda veiðarfæra- gerð. Nú er eftir að sjá, hvort olíuskorturinn, sem vakti mikinn ugg í þessum efnum líka, þar sem gerviefnin sum eru unnin úr olíu, svo sem uælon, nægir til þess, að samstaða náist um að framleiða innanlands þorskanet og herpinæt- ur. Forstjórar Hampiðjunnar hafa verið þessir: Guðmundur S. Guðmundsson frá stofnun 1934 til dauðadags (20. maí 1942). Frímann Ólafsson frá 1942 til 1956 eða einnig til dánar- Þarftu að fá þé r nýja botnvörpu? VÆNGJATROLL, FISKITROLL, RÆKJUTROLL 1. flokks vinna - Hraðar viðgerðir Gerum tilboð Sumir veiða vel, en ÞU veiðir betur með botnvörpu frá JOHS. KLAUSEN’S EFTF. V.H.C. Jensen Vodbinderi, 0.Havn Sími (08)44 28 10 - 44 20 46 Skagen, Danmark dægurs, (8. jan. 1956), en þá tók við Hannes Pálsson, sem verið hefur forstjóri síðan, þar til á síðast liðnu ári, að hann lét af störfum fyrir aldurssakir, og tók við af honum Magn- ús Gústafsson. Stjórn Hampiðjunnar nú skipa: Árni Vilhjálmsson, prófessor, formaður, Hannes Pálsson, skipstjóri, Vilhjálmur Árna- son, skipstjóri, Jón Guðbjartsson, forstjóri og Bragi Hannesson, bankastjóri. Útgerð og aflabrögð Framhald af bls. 156 TOGARARNIIR í marz. Fram yfir miðjan mánuðinn voru togar- arnir einkum úti af Vestfjörðum, en eftir það mest á Eldeyjarbanka. Aflabrögð máttu teljast fremur góð. Erlendis var landað 914,0 lestum úr 6 veiði- ferðum og heima 3542,5 lestum úr 20 veiði- ferðum, samtals 4456,6 lestum úr 26 veiði- ferðum. í marz í fyrra barst enginn afli á land frá togurunum sökum verkfalls. TOGARARNIR í apríl. í apríl voru togararnir aðallega á Selvogs- bankasvæðinu, svo sem venja er á þeim árs- tíma. En heldur var afli tregur og ber tvennt til, minni fiskgegnd en undanfarið og skert athafnasvæði sökum friðunaraðgerða. Nokkur skip fóru til Austur-Grænlands og fengu þar flest dágóðan afla. í mánuðinum var landað erlendis 1469,6 lestum úr 8 veiðiferðum og heima 3381,4 lestum úr 22 veiðiferðum, samtals 4851,0 lestum úr 30 veiðiferðum. Á sama tíma í fyrra var landað erlendis 1662,4 lestum úr 11 veiðiferðum og heima 2998,2 lestum úr 17 veiðiferðum, samtals 4660,6 lestum úr 28 veiðiferðum. ÆGIR — 151

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.