Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 9

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 9
1961 fram til 1973 hafa verið mjög lélegir. Argangurinn frá 1969 er einnig mjög veikur, en hann er þó skástur þeirra lélegu árganga, sem einkennt hafa stofninn á undanförnum arum. Þess skal getið, að verulegt magn þessa argangs var þó veitt í norsku fjörðunum áður en hann varð ársgamall, þ. e. a. s. haustið °g veturinn 1969 og 1970. Sumarið 1973 var norskum síldveiðiskipum gefið leyfi til að veiða um 6000 lestir síldar. Nokkra athygli vakti hér heima að megin- hluti þess magns, sem leyfilegt var að ve'iða i ágúst, fékkst á mjög skömmum tíma, eða lnnan tveggja sólarhringa. Sumir hafa því V1ljað freistast til að draga þá ályktun, að Þarna hafi verið um verulegt síldarmagn að ræða, en réttara mun þó vera að síldin var a mjög takmörkuðu svæði í þéttum torfum °g var því auðveld bráð nýtísku síldveiðiskip- um. Það mun þó samdóma álit jafnt íslenskra sem erlendra fiskifræðinga, að stærð norsk- islenska síldarstofnsins sé í algeru lágmarki, enda hafa norskir fiskifræðingar nú loks orðið V1ð ítrekuðum kröfum starfsbræðra sinna bseði hér og í Sovétríkjunum, um að leggja W við ríkisstjórn sína að síldveiðar verði bannaðar á árinu 1974. Þess skal að lokum getið í sambandi við norsk-íslensku síldina, að árlega fara fram umfangsmiklar rannsóknir á seiðamagni við Noregsstrendur og í Barentshafi. Þessar rannsóknir hafa það meginmarkmið að gefa til kynna hvernig hrygning hefur tekist á næstliðnu vori. Allt frá árinu 1966 hafði síld- arseiða ekki orðið vart að neinu marki fyrr en á s. 1. hausti, en þá fékkst síld á talsverðu svæði úti af Norður-Noregi og varð síldar- mnar vart á um 20 togstöðvum, sem reyndar v°ru til að kanna sejðamagn á framangreindu svæði. Þessar niðurstöður gefa óneitanlega vonir um að klakið 1973 hafi tekist eitthvað skár en á undanförnum árum. Hér að framan var á það minnst, að ár- Sangurinn 1969 sé skástur margra lélegra arganga á undanförnum árum. Þessi árgangur verður 5 ára á árinu 1974 og hefur þá allur, eða svo til allur, náð kynþroska, þannig að nrygningarstofninn verður þá hvað stærstur, en fer sigan smáminnkandi vegna þess að argangarnir frá 1970, 1971 og 1972 eru afar lélegir. Árangurs hrygningarinnar frá því ári, sem nú er að líða, er því beðið með mikilli eflirvæntingu, þar sem hann getur haft mjög mikil áhrif á framtíðaruppbyggingu norsk- íslenska síldarstofnsins. Mér þykir rétt að geta þess hér, að öðru hverju hafa spunnist sögur um mikið síldar- magn á hinum hefðbundnu síldarmiðum við Norður- og Austurland. Oft virðist þá vera um óskhyggju að ræða frekar en raunsæan frétta- flutning. Hinn 25. júlí 1973 fengust þó stað- festar fréttir um að þrír færeyskir fiskibátar hefðu séð vaðandi torfur á eftirtöldum stöð- um: 64o10/ N.br. og 9°55' V.L, 63°55' N.br. og 10° og 20' V.l. og milli staðanna 62°55' N.br. og 7°30' V.l. norður að 63°07' N.br. og 10°30' V.l. Það skal tekið fram, að færeysku skip- stjórarnir sögðust sjá þarna vaðandi torfur, sem þeir töldu ekki ólíklegt að gæti verið síld, en um það varð ekki fullyrt. Svo vel vildi til að færeyski báturinn Gullfinnur var að landa síld af Norðursjávarmiðum í Fugla- firði þegar þessi frétt barst, og lagði hann þc-gar af stað til að kanna hvort síld fyndist á framangreindum stöðum. Þegar þessar frétt- ir bárust úr Austurdjúpi, var rannsóknaskip- ið Árni Friðriksson statt skammt norð-vestur af Hjaltlandi, og var stefna þá þegar sett norð-vestur á bóginn í áttina að framangreind- um stöðum, en af skiljanlegum ástæðum varð Árni Friðriksson einum sólarhring á eftir Gullfinni. Skemmst er frá því að segja, að bæði skipin leituðu rækilega á þeim stöðum, sem færeysku bátarnir höfðu séð vaðandi torfur og má segja, að skipuleg leit hafi raunar átt sér stað á svæði sem takmarkast af 62°40' N.br. að 65° N.br., milli 9. og 11° V.l. Síldar varð hvergi vart, en sunnan til á fram- angreindu svæði varð vart við talsvert magn af smátorfum og þar kastaði Gullfinnur, en fékk einungis mjög smáan kolmunna. Þá má ennfremur geta þess, að árið áður urðu leiðangursmenn á Árna Friðrikssyni var- ir við vaoandi kolmunna á svipuðum slóðum og að framan greinir. Auk þeirrar síldarleitar, sem getið hefur verið um í Austurdjúpi á s. 1. vori og sumri, fór einnig fram ítarleg leit úti af Norður- og Norðausturlandi í ágúst þegar a. m. k. þrjú rannsóknaskip könnuðu þetta svæði rækilega meðan á hinum árlegu ungfiskarannsóknum stóð. Þar sem síldveiðibann var í gildi allt árið 1973, var síldarleit í venjulegri merkingu ekki stunduð að neinu marki. í byrjun ársins var þó fylgst með útbreiðslu síldarinnar við Æ G IR — 163

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.