Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 15

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 15
Útgerð og aflabrögð SUÐUIí- OG SUÐVESTURLAND !• -15. maí 1974. Vertíðarlok. Gæftir voru góðar, en afli mjög misjafn. Afli bátaflotans á þessu tímabili, miðað við óslægðan fisk, var 12.953 (13.089) lestir bol- fiskur auk þess 103 (97) lestir rækja og 103 (25) lestir hörpudiskur. Ennfremur lönd- uðu 6 síðutogarar 1.462 lestum úr 6 veiðiferð- um og 11 skuttogarar 2.471 lest úr 12 veiði- ferðum miðað við óslægðan fisk. Heildarafli bátaflotans frá áramótum var 110.888 (J35.607) lestir bolfiskur í 14.920 (17.714) sjóferðum auk þess öfluðust 366 (324) lestir af rækju í 370 (297) sjóferðum °g 972 (1.351) lest hörpudiskur í 281 (407) sjóferðum. Tölur fyrir árið 1973 eru innan sviga. Afli í einstökum verstöðum: Hornafjörður. Þar stunduðu 11 (14) bát- ar veiðar með net og botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var 306 (182) lestir í 34 (38) sjóferðum. Hæstu bátar voru: Lestir. Sjóf. Hvanney n 45,0 3 Steinunn b 41,0 4 Skinney n 36,0 4 Heildarafli frá áramótum var 3.317 (5.226) lestir í 415 (626) róðrum. Hæstu bátar á vertíðinni voru: Lestir. Sjóf. Hvanney n. b 561,0 52 Sig. Ólafsson n. 1 390,0 51 Eskey n. 1 377,0 55 Skipstjóri á m.b. Hvanney var Einar Björn Einarsson og var hann einnig með Hvanney á vetrarvertíð 1972 og 1973. Árið 1972 aflaði hann 898 lestir og 1973 702 lestir. Vestmannaeyjar. Þaðan stunduðu 57 bát- ar veiðar með net og botnvörpu og öfluðu 1.542 lestir í 226 sjóferðum. Hæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir. Sjóf. Surtsey b.................... 96,0 2 Kópur n...................... 80,0 11 Sæbjörg n.................... 77,0 6 Heildaraflinn frá áramótum var 17.885 (21.000) lestir. Hæstu bátar á vertíðinni voru: Lestir. Sjóf. Kópur n 974,0 81 Danski Pétur n 916,0 78 Sæbjörg n 843,0 59 Sökum gossins í janúar 1973, dreifðust bát- arnir á hinar ýmsu verstöðvar, en voru þó langflestir í Þorlákshöfn. Er talið að heild- arafli báta frá Vestmannaeyjum á vertíðinni 1973 hafi verið um 21 þús. lestir. Hæsti Vestmannaeyjabáturinn í fyrra var með 874 lestir. Skipstjóri á Kóp var Daníel Traustason. Stokkseyri. Þar stunduðu 8 (7) bátar veið- ar, allir með net og öfiuðu 296 (294) lestir i 51 (43) sjóferðum. Hæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir. Sjóf. Lárus Sveinsson n........... 57,0 8 Hásteinn n.................. 56,0 7 Ólafur Magnússon n...... 52,0 7 Heildaraflinn á vertíðinni var 3.700 (4.261) lest og þar af landað heima 959 lestum. Hæstu bátar á vertíðinni voru: ÆGIR — 169

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.