Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 14

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 14
nokkrum rétti segja að þetta sé æskileg þró- un, en hins ber að geta að einnig gæti hér verið um hættumerki að ræða að því leyti að minnkun danska aflans sé ekki afleiðing af minnkandi sókn, heldur eigi rætur að rekja til minni árganga heldur en verið hafa á uppeldisstöðvum Norðursjávar-síldarinnar á undanförnum árum. Slíkra breytinga í ár- gangastyrkleika yrði fljótlega vart í veiði ís- lendinga og annarra þeirra, sem stunda veið- ar á fullorðinni síld, vegna þess að á undan- förnum árum hefur fiskveiðidánartalan verið svo há, að veiðin hefur fyrst og fremst byggst á mjög ungri síld, þ. e. a. s. þeim árgöngum sem cru að bætast í hinn kynþroska hluta stofnsins hverju sinni. Þessu til áréttingar skal þess getið, að sameiginlegir útreikning- ar fiskifræðinga benda eindregið til þess að stærð síldarstofnsins í Norðursjó sé milli 700 og GOO þús. lestir. Sé þess hinsvegar gætt að árlegur afli á þessum slóðum er um 550 þús. lestir, ætti öllum að vera Ijóst að ekki er um neinar fyrningar frá fyrri árum að ræða, heldur er aflin árlega háður þeirri við- bót, sem í stofninn kemur hverju sinni, eins og að framan var getið. Það er af þessum sökum að reynt hefur verið að ná samkomu- lagi um takmörkun veiða í Norðursjó, en því miður án árangurs til þessa. Það er einn- ig af þessum sökum, sem athygli hefur mjög beinst að síldarstofnum úti af vestanverðu Skotlandi. Þar virðist vera um allstóra síldar- stofna að ræða, sem enn hafa ekki orðið fyrir jafnmikilli ásókn og Norðursjávarsíldin. Sókn á miðunum vestan Bretlandseyja fer þó ört vaxandi og má því búast við að ekki líði á löngu uns farið verði fram á veiðitakmark- anir þar sem annarsstaðar á síldarmiðum í Norðaustur-Atlantshafi. Útgerð og aflabrögð Framhald af bls. 172. Lestir. Sjóf. Matthildur n 789,0 74 Jökull n 727,0 82 Steinunn n 686,0 69 Kristmundur Halldórsson var skipstjóri á m/b Matthildi. Hæsti báturinn í fyrra var með 836 lestir. Grundarf jörður. Þar stunduðu 15 (16) bát- ar veiðar, 6 (7) með net og 9 (7) með rækju- troll. Aflinn var 292 (346) lestir bolíiskur í 49 (65) sjóferðum. Auk þess 103 (97) lestir rækja í 44 (56) sjóferðum. Hæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir. Sjóf. Siglunes 62,0 8 Sigurfari 50,0 8 Sæbiörg 50,0 8 Heildaraflinn á vertíðinni varð 3.376 (3.650) lestir í 752 (520) róðrum auk þess 366 (324) lestir rækja í 323 (297 sjóferðum. Hæstu bátar á vertíðinni: Lestir. Sjóf. Siglunes 1., n 777,0 91 Grundfirðingur n 756,0 76 Sæbjörg n 665,0 69 Hafsúla rækja 82,0 50 Gustur rækia 74,0 56 Gullfaxi rækia 65,0 45 Skipstjóri á Siglunesinu var Garðar Gunn- arsson. í fyrra var hæsti báturinn með 739 lestir. Stykkisliólmur.Þaðan réru 4 (4) bátar með net og 2 (3) með skelplóg og öfluðu 215 (275) lestir af bolfiski í 32 (32) sjóferðum og 103 (123) lestir af hörpudiski í 17 (25) róðrum. Hæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir. Sjóf. Þórsnes n...................... 70,0 9 Sig. Sveinsson n............... 60,0 9 Sléttanes n.................... 48,0 9 Heildaraflinn frá áramótum varð 2.194 (2.036) lestir bolfiskur í 247 (220) sjóferðum og 980 (1.234) lestir hörpudiskur. Hæstu bátar á vertíðinni voru: Lestir. Sjóf. Þórsnes n 1.005,0 75 Sig. Sveinsson n 726,0 81 Sigurvon n 410,0 48 Kristinn Ó. Jónsson var skipstjóri á Þórs- nesinu. Kristinn var einnig með Þórsnesið árið 1973 og aflaði þá 841 lest og árið 1972 var afli hans 1.064 lestir. Rúm var ekki í blaðinu fyrir fleiri myndir af aflakóngum, en þær munu birtast í næsta blaði. 168 — Æ G IR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.