Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 12

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 12
Undirritaður hvetur því alla þá, sem hags- muna eiga að gæta, að hugleiða framan- greind atriði rækilega áður en þeir láta í ljós skoðun sína og hafa í huga að með fram- lengingu síldveiðibannsins til ársins 1975 eygj- um við loks möguleika á því að bjarga síld- veiðistofninum upp úr þeirri lægð, sem hann hefur verið í á undanförnum árum. Jakob Jakobsson og Sveinn Sveinbjörnsson: A Hjaltlandsmiðum Farnir voru tveir síldarleitarleiðangrar á Hjaltlandsmið árið 1973. Gert hafði verið ráð fyrir að farnir yrðu þrír síldarleitarleið- angrar eins og árið áður, en vegna bilunar og ýmissa tafa gat ekki orðið af þriðja leiðangr- inum. Fyrri leiðangurinn var farinn dagana 25. júní —- 30. júlí, og stóð því í 35 daga. Leið- angursstjóri var Jakob Jakobsson. Þess ber að geta að fyrstu vikuna var leitað við suð- urströnd íslands og í Austurdjúpi, þannig að síldarleit við Hjaltland hófst raunar ekki fyrr en 2. júlí. Segja má að um mánaðamót- in júní — júlí hafi orðið vart við sild á all- stóru svæði á miðunum vestan Hjaltlands og norður af Suðureyjum. Auk íslenskra síld- veiðiskipa stundaði fjöldi norskra og fær- eyskra skipa síldveiðar á þessum slóðum. Þegar leið á mánuðinn virtist draga verulega úr síldarmagninu á miðunum norðvestur af Hjaltlandi, en nokkur síld fannst þó norður af Suðureyjum, allt fram undir miðjan mán- uðinn. Miðin austur af eyjunni Róna virtust mun síldarsnauðari síðari hluta júlímánaðar en verið hefur undanfarin þrjú ár. Reynsla okkar á undanförnum árum hefur leitt í ljós, að síldin virðist safnast á hrygningarstöðvar sínar norðvestur af Orkneyjum á svokölluðum Papabanka, þegar líður á júlímánuð. Svo varð einnig raunin á að þessu sinni og urðum við fyrst varir við síld á þessum slóðum hinn 6. júlí, en verulegt magn fannst þó ekki þarna fyrr en um miðjan mánuð- inn. Hinn 15. júlí fundum við t. d. um 30 góðar torfur 18 sjóm. 300° r/v frá Noup Head í Orkneyjum. Og hinn 22. júlí fundum við á svipuðum slóðum ekki færri en 60- 100 góðar torfur. íslensk síldveiðiskip komu á þessi mið og fengu sum allgóðan afla, en þó í engu samræmi við það síldarmagn sem þarna fannst öðru hverju. Síldin var við botn allan daginn og virtist stundum dreifa sér þegar hún kom upp á nóttunni, svo að minna varð úr veiði en efni stóðu til. Stundum virt- ist hún hverfa jafnt á nóttu sem degi, og eru þá allar líkur á því að hún hafi farið inn á hraunbotn, sem þarna er eða innfyrir land- helgislínu, nema hvorttveggja hafi verið. Þá ber að geta þess, að allstór skuttogarafloti stundaði miðin vestur af Orkneyjum öðru hverju, og urðum við nokkrum sinnum vitni að því hvernig síldartorfurnar tvístruðust í allar áttir, þegar togararnir höfðu dregið flot- vörpur sínar nokkrum sinnum í gegnum bestu torfurnar. Þannig dylst engum, sem fylgist með síld- veiðum í Norðursjó og á svæðinu norðvestan Bretlandseyja, að sóknin í síldarstofna á þess- um slóðum er mjög hörð. Það er því ekki að ástæðulausu að fiskifræðingar hafa bent á þá geigvænlegu hættu, sem Norðursjávarsíldinni er búin ef ekki verður gripið í taumana hið fyrsta og dregið úr þeirri gífurlegu sókn, sem verið hefur þar að undanförnu. Annar sildarleitarleiðangurinn var farinn á Hjaltlandsmið dagana 3. október •— 3. nóv- ember og stóð hann því í 32 daga. Leiðang- ursstjóri var Sveinn Sveinbjörnsson. í fyrstu var leitað 13-20 sjm. NV af eyjunni Foula og síðan leitað SSV eftir á um 50 fm. dýpi að Papabanka vestan Orkneyja. Mjög lítil síld fannst á þessari leið. Talsverðar lóðningar fundust 7. október 12-18 sjm. NV af Noup Head á Orkneyjum. Þar sem veður var mjög slæmt, reyndist ekki unnt að ná sýni úr þessum lóðningum, en talið var að um brisling hafi verið að ræða. Þann 11. október fundust margar stórar og smáar síldartorfur 13-40 sjm. N af Foula. Kom megnið af íslenska og færeyska flotanum á þetta svæði, en fyrstu viku okt- óbermánaðar höfðu skipin einkum sótt á miðin 20—30 sjm. A og ASA af Sumburgh Head á Hjaltlandi. Varð þarna dágóð veiði í 4—-5 daga, en síldin gekk mjög ákveðið SV eftir og var oft erfið viðureignar. Síðan dreifðist hún alveg og tók fyrir alla veiði. Leituðu þá skipin, ásamt Árna Friðriks- syni, á miðin austur við Hjaltland og varð þar allgóð veiði, en síldin var mun smærri þar heldur en á vestursvæðinu. 166 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.