Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 19

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 19
Fiskveiðarnar í heiminum 1972 Yfirlitsgrein sú ásamt töflum, sem hér fer á eftir um fiskveiðar heimsins árið 1972, er tekin úr þýzka tímaritinu Information úber die Fishwirtschaft des Auslandes, en ritið hefur flestar heimildir sínar úr Fiskveiðiár- bók FAO. Margt í greininni hefur áður birzt Ægi og víðar, eins liggja nú þegar fyrir ýmsar upplýsingar um fiskafla ýmissa þjóða 1973, því að Árbók FAO er jafnan síðbúin, sem skiljanlegt er um svo yfirgripsmikið og fjölþætt yfirlitsrit. Það athugist, að um nokk- urn, en þó óverulegan, mun er að ræða á nokkrum tölum, sem birtar voru í Ægi í fyrra eftir sömu heimild, og stafar það af þeirri endurskoðun aflaskýrslna hinna ýmsu bjóða, sem víða geta tekið langan tíma, og FAO verður þá að notast við bráðabirgðatöl- ur. Skýrslugerð margra þjóða um fiskveiðar sínar er að sögn mjög ófullkomin eða jafnvel nðeins hraflupplýsingar (Kína o. fl.), og þá er reynt að raða saman brotunum á sam lík- iegastan hátt. Tölur um heimsaflann eða fiskiskipastól heimsins geta því seint orðið annað en senni- iegar tölur og nærri lagi. Þessi skýrsla um árið 1972, gæti t. d. átt eftir að breytast um einar 4—5 milljónir lesta, ef bað kæmi í ljós, sem haldið er, að Kínverjar voiði orðið um 10 milljónir lesta í stað beirra 6 millj. 0g 900 þús., sem FAO telur nú líklegt uð sé. Fiskaflinn 1972. Eins og sést af töflu 1, jókst heimsaflinn mikið á árinu 1970. Stóð svo í stað 1971, en hefur svo minnkað á árinu 1972. Það eru afla- hrögðin hjá Perúmönnum, sem valda þessum sveiflum, þar sem breytingarnar hjá flestum öðrum fiskveiðiþjóðum eru tiltölulega litlar frá ári til árs og yfirleitt heldur aukning en hitt. Perúmenn áttu, t. d. helminginn af afla- aukningunni í heiminum 1969, en þá juku þeir afla sinn um 3,6 millj. lesta. Á árinu 1972 rýrnaði afli þeirra afturámóti um nær því 6 milljónir lesta, en það er tæpum tveim millj- ón lestum meira en rýrnun alls heimsaflans á árinu 1972, og af því sést, að um aflaaukn- ingu hefur verið að ræða í heildina utan Perú. Enda er það svo, að afli hefur almennt aukizt í öllum heimsálfunum nema Ameríku. Tafla I Aflinn í einstökum heimsálfum (í milljónum lesta). Heildarafli .... 1969 62.60 1970 69.50 1971 69.70 1972 65.60 Afríka 4.26 4.09 3.72 4.11 Norður- Ameríka 4.53 4.90 5.04 4.81 Suður-Ameríka 11.33 14.86 13.22 7.47 Asía 24.46 26.25 28.07 28.85 Evrópa 11.32 11.98 12.06 12.38 Eyjaálfan 0.18 0.19 0.22 0.23 Sovétríkin .... 6.50 7.25 7.34 7.76 Heildaraflinn á innhöfum - og vötnum og ein- stökum úthöfum. Það er athyglisvert, að aflinn í innhöfum og vötnum hefur ekkert aukizt á árinu 1972 (sjá bó um Kína hér síðar) skv. FAO-skýrslunni, Þrátt fyrir tilraunir ýmissa þjóða til að auka þann afla. Það er ekki síður einkennilegt, að eina út- hafið sem heildarafli eykst í á árinu 1972, er Atlantshafið, sem er talið það hafsvæði, þar sem fiskstofnarnir séu mest í hættu vegna of- veiði, og reyndar hafi þar verið um ofsókn að ræða í suma stofnana undanfarin ár. Þessi aflaaukning raskar ekki þeirri kenn- ingu að vísu, fyrr en vitað er um heildarsókn- ina á svæðið. Ástandið er þó greinilega ekki ÆGIR — 173

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.