Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 22

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 22
fiskveiðar sínar þar við land, en þangað sækir ísfisksfloti þeirra mikið. Spánn, Ítalía og Grikkland og einnig Frakk- land juku heildarafla sinn, enda þótt afli væri minni í Miðjarðarhafi og einnig við strendur Afríku. Saltfisksveiðar þessara landa dróg- ust einnig saman, en hins vegar jukust tún- fiskveiðar Suður-Evrópulanda í hringnót og olli því, að þessi lönd juku öll heildaraflann, Spánn um 7,4%, Ítalía um 6%, Frakkland um 5,6% og Grikkland um 2,1%. Af öðrum fiskveiðilöndum Evrópu er helzl athyglisvert að Fólverjar juku aflann um 5%, en afli Svía dróst heldur saman eða um tæp 6% (14 þús. lestir). Ameríka. Afli drógst saman bæði hjá Bandaríkja- mönnum og Kanadamönnum, enda er um of- sókn að ræða á mið þessara þjóða, bæði Atl- antshafsmegin og Kyrrahafsmegin. Þessar þjóðir hafa nú gert samninga við aðrar þjóðir um sóknina á Norðvestur-Atlantshafi. í heild minnkaði afli Kanadamanna á árinu 1972 um 9,4% en Bandaríkjanna um 5%. Miklar verð- hækkanir fisks urðu í báðum þessum löndum og fiskneyzla jókst á mann úr 11,4 lbs. í 12,2 lbs. (Átt er við fiskinn tilreiddan til mat- reiðslu og gæti þetta þá svarað til 17—18 kg. upp úr sjó. þýð.) Mexíkó, Venezuela, Argentína og Kúba hafa öll lagt aukna áherzlu á fiskveiðar, enda öll löndin aukið afla sinn nema Mexíkó, sem stóð í stað. Aflarýrnunin í Norður-Ameríku var smá- ræði hjá því, sem hún varð í Perú, en þar i landi hrapaði aflinn úr 10.61 millj. lesta í 4.77 millj. eða um tæpar 6 millj. lesta. Þessi aflabrestur var af náttúrunnar völd- um. Óhagstæð vindátt hafði í för með sér straumabreytingu, sem olli stórfelldum felli í ansj ósustof ninum. í Chile brást afli einnig herfilega af sömu orsökum, eða úr 1.486 þús. lesta í 650 þús. lestir. Asía. Asía er langsamlega hæst með heildarafla af öllum heimsálfunum og Japan aflahæsta landið í heimsbyggðinni, og er það í fyrsta skipti í 10 ár. Japanir fóru nú yfir 10 milljón lesta markið og juku aflamagn sitt um 3% frá árinu 1971. Þeir juku mikið aflann af Alaskalýr (poi- lack), túnfisksaflinn var 540 þús lestir og fiskur úr eldisstöðvum og vötnum var 606 þús. lestir og í innhöfum um 60 þús lestir. Japanir hafa stóraukið fiskeldistilraunir sínar samanber grein í 6. tbl. Ægis 1972. Hvalveiðar Japana námu 14.600 lestum. Það veldur Japönum miklum áhyggjum, hve mengun vex ört við ströndina og einnig útfærsla margra þjóða á fiskveiðitakmörkum sínum, en Japanir stunda mikið fiskveiðar, svo sem kunnugt er, við strendur annarra landa. Þeir hafa brugðið á það ráð, að efla samvinnu við ýmsar aðrar Asíu-, Suður-Ame- ríku og Afríkuþjóðir og reka fifskveiðar í ýmsum þjóðlöndum. Japanir eru mjög háðir fiskveiðum, þar sem 60% af eggjahvítuneyzlu þjóðarinnar er fengin úr fiskafurðum. Af öðrum Asíulöndum voru 6 með yfir milljón lesta afla, og það má í rauninni segja, að um mikla þenslu hafi verið að ræða í fisk- veiðum Asíumanna. Að eflingu fiskveiðanna í þessum heimshluta stuðla, auk Japana, ýms- ar iðnaðarþjóðir Vesturlanda, Sameinuðu þjóðirnar og iðnþróunarþjóðir þeirra og FAO. Hin mikla fólksfjölgun í Asíu hefur í för með sér síaukna þörf fyrir eggjahvítu, og það má því segja, að Asíumönnum sé lífsnauð- syn að efla fiskveiðar. Indverjar auka til dæmis mjög fiskveiðar sínar bæði við austur- og vesturströndina og leggja sérlega mikla áherzlu á veiðar upp- sjávarfisks. Suður-Kórea jók aflann um 25% og Suður-Vietnam um 15%. Kína. Um veiðar Kínverja er flest á huldu. -Sam- kvæmt árbók FAO 1972, sem þessi skýrsla er tekin úr, hefur veiði þeirra verið það ár tæp- ar 6 millj. og 900 þús. lestir, en þetta er ágizkuð tala. Japanir hafa reynt að fylgjast með veiðum Kínverja og samkvæmt blaða- fréttum þaðan telja Japanir, að afli Kínverja sé um 10,2 milljónir lesta eða álíka og þeirra sjálfra. Af þessu aflamagni sé 54% eða um 5,4 milljónir veiddar úti fyrir ströndum lands- 176 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.